Ráðunautafundur - 15.02.1987, Síða 225
-217-
blöndu. Beitartimabil hans er langt, eóa frá því aó grænka fer á vorin
fram i nóvember, ef tiö helst hagstaeó. Kerfi hans byggir á samspili beitar
á tún og grænfóður. Grænfóórið telur hann spara sér mikið kjarnfóöur, en
fiskimjöl gefur hann meö haustbeitinni.
Sverrir ber á kúabithagana eins snemma og unnt er og kýrnar fara síóan
út, þegar gróður erkominnaf stað, en er ekki orðinn mikill og er haganum
skipt í hólf. Meó þessu móti er hægt að fá kýrnar til að éta hey lengur
með beitinni og fóðurbreytingin verður ekki eins snögg. Fyrstu dagana eru
kýrnar stutt úti, en beitartiminn lengist hratt, enda er spretta vaxandi á
þessúm tíma.
Upp úr miðjum maí sáir Sverrir grænfóðri. Er þar um þrenns konar græn-
fóðurakra að ræóa:
1. Blanda af byggi og rýgresi.
2. Sumarrepja.
3. Blanda af vetrarrepju og fóóurnæpum.
Grænfóðrið er síöan beitt í þessari röð.
Fyrsta mánuðinn eru kýrnar á snemmábornu túni meö aðgang að úthaga, en
upp úr 20. júní er byggið orðið nægjanlega hátt (10 - 15 cm) til beitar og er
þaó þá randabeitt með túninu eins lengi og það endist.
Fyrstutún eru slegin sennipart júní og eru þau ætluö til beitar seinna
um sumarió. Þau eru siðan beitt ásamt bygginu og rýgresinu meóan þaö endist
eða meö sumarrepjunni fram að 20. ágúst, en þá er kúnum beitt á vetrarrepjuna
og fóóurnæpurnar ásamt há. Endist þetta fóóur yfirleitt eins lengi og þurfa
þykir og var kúnum síóast hleypt út 7. nóvember á sióasta ári (1986). Með
þessari beit er gefió fiskimjöl og eftir 1. september hey.
Til að unnt sé að beita kúm svo lengi þarf þrennt að koma til: 1 fyrsta
lagi, að byrjað sé að gefa hey meó beitinni um mánaðarmót ágúst-september.
I öðru lagi, aó kýrnar geti farið heim i fjós, þegar þær sjálfar vilja, en
þurfi ekki að hima úti. I þriója lagi, að gefa fiskimjöl með beitinni einkum
eftir að hausta fer.
Hér er komið kerfi, sem mióar að því, að gripunum sé ávallt beitt á eins
næringarrikan gróöur og kostur er á hverjum tima. Þetta krefst aö sjálf-
sögóu aukinnar vinnu og útsjónarsemi, t.d. þarf að vakta kýrnar á haustin og
hleypa þeim strax inn og þær koma heim að fjósi. Þessi vinna og kostnaður
hefur skilað sér i meiri afuróum á grip, minni fóðurbæti og betra heilsufari
kúnna.