Ráðunautafundur - 15.02.1997, Page 11
3
þurfa að greiða til landbúnaðarins. Einnig að mæta þeim kröfum sem nýr GATT samningur
gerir kröfu um.
Til þess að ná þessum markmiðum var þörf á að gera tvær mikilvægar breytingar. í
fyrsta lagi að Evrópusambandið yrði eitt markaðssvæði. í öðru lagi að sameiginlegu eftir-
lits- og stjórnunarkerfi yrði komið á fót í öllum ríkjum Evrópusambandsins.
Hvort sem mönnum líkar það betur eða verr þá er nokkuð víst að þetta kerfi mun verða
við líði a.m.k. til næstu aldamóta og sennilega mun lengur. Allar tímasetningar voru miðaðar
við þær dagsetningar sem væntanlega yrðu samþykktar í GATT viðræðunum. Þessi breytta
landbúnaðarstefna kemur til viðbótar þeirri framleiðslustjórnun sem nú þegar er í gangi í
flestum ríkjum ESB, þ.e.a.s. í mjólkurframleiðslu og sykurframleiðslu, þannig að margar aðal-
búgreinarnar eru nú komnar undir ákveðna stjómun. Svínarækt, kjúklingarækt, eggjafram-
leiðsla o.fl. eru ekki undir stjómun. Óbeinir styrkir til þessara búgreina eru fyrst og fremst
styrkir á kornrækt sem nema um 24 til 28 þús. kr á ha.
Þessi landbúnaðarstefna hefur nú verið endurskoðuð og stöðugt er verið að gera
breytingar með nýjum reglugerðum, sem fá sína dóma. Framkvæmdin er í fáum orðum sagt
óheyrilega flókin og kostnaðarsöm í framkvæmd.
Bændur þurfa að sækja um beingreiðslur ár hvert.
Beingreiðslur eru á eftirfarandi;
• Á akurlendi (kvótaland), greiðsla á hektara lands;
korn, 24-28 þús. kr á hektara,
jurtaolía, 46-55 þús. kr á hektara,
próteinjurtir, 34-40 þús. kr á hektara.
• Fyrir kvótaland sem ekki er sáð í,
þ.e.a.s. land sem tekið er úr landbúnaðarframleiðslu,
um 30-35 þús. kr á ha, þó mismunandi eftir tegundum.
• Á holdanaut, 1. greiðsla er á 8 til 21 mánaða holdanaut,
2. greiðsla á holdanaut eldra en 21 mánaða (sama upphæð),
tæp 10 þús. kr (108,7 ECU, £ 93,10) í hvort skipti.
• Á holdakú og á á (vetrarfóðraða á) háð kvóta,
á kú um 13 þús. kr og rúmlega 2.000 kr á á.
• Á hálendisgripi, ær og holdanautakýr,
2,6-6,7 þús. kr á kú og 315-670 kr á á,
aðeins á harðbýlli svæðum.
Beingreiðslur á hektara eru mismunandi eftir því hver meðaluppskera var viðmiðunar-
árin. Beingreiðslur eru því mismunandi eftir löndum og jafnvel landsvæðum.
Allt land virðist kortlagt og hver akur fær númer. Allir gripir eru merktir.