Ráðunautafundur - 15.02.1997, Page 13
5
þau í nokkra mánuði og fara síðan með þau á uppboðsmarkað. Víkjum nánar að því síðar.
Annað sem er athyglisvert í þessum samanburði er ullarverðið. íslenski bóndinn fær miklu
meira fyrir ullina. íslenska ríkið veitir styrk til ullarkaupenda og það er ekki tekið tillit til þess
í þessu dæmi. í þessu tilbúna dæmi eru beingreiðslur hlutfallslega hærri hluti af framleiðslu-
tekjum skoska bóndans en hjá þeim íslenska, sbr. 1. töflu. Sauðfjárbóndi á láglendi fær aðeins
2.048 kr í beingreiðslu á vetrarfóðraða á.
1. tafla. Samanburður á hálendisbúi og íslensku sauðfjárbúi, 100 ær.
jHálendi Skotlands, svarthöfðafé Island
Tekiur Fjöldi Verð á ein Upphæð kr. % Fjöldi Verð á ein Upphæð kr. %
Lömb til slátrunar 25 3.780 94.500 93 4.000 372.000
Lömb til frekara eldis/ísl útflutn. 50 2.310 115.500 22 1.700 37.400 Utflutn.
Ær til slátrunar 18 2.730 49.140 5 2.000 10.000
Ull, kg Beingreiðslur 250 89 22.313 46 140 100 14.000 49
Hálendisbeingreiösla 100 604 60.375 Ull, niðurgr. 421 58.940
Beingreiðsla á á 100 2.048 204.750 100 3.932 393.200
Viðbótarbeingr. vegna harðbý is 100 597 59.745 54 51
í Alls 606.323 100 360 885.540 100
Brevtilequr kostnaður Maan Verð á ein Upphæð kr. Brevtilequr kostn. Upphæð kr.
Vetrarfóður, tonn 2,2 18.900 41.580 Heimaaflað fóður 134.085
Beitátúni ha 0,25 14.910 3.728 Kjarnfóður 33.217
Kál ha 0,44 10.500 4.620
Fóðrun á hrútum, tonn 0,22 17.325 3.812
Endumýjun á hrútaeign, nettó 26.250
Dýralæknir og lyf 38.010 Lyf og dýralækningar 13.440
Annað 24.045 Annað 56.558
Alls 142.044 Alls 237.300
|Framlegð 464.279 Framlegð 648.240
Framlegðatstig 76,57 73,20
Beingreiðslur í sauðfjárræktinni eru út á vetrarfóðraða á. Beingreiðslan er að hámarki
miðuð við þann kvóta sem bóndinn hefur. Kvótinn var myndaður út frá fjölda vetrarfóðraðra
áa árið 1991. Á láglendissvæðum er að hámarki greidd beingreiðsla á 500 ær en á 1000 ær á
hálendissvæðunum. Sé bóndi með stærri kvóta þá fær hann helmingi lægri beingreiðslu á
hverja á sem er umfram þessi tvö þök. Beingreiðslan getur aldrei verið hærra en kvótinn
segir til um, sem bóndinn hefur.
Ef bóndinn hefur ærkvóta fær hann beingreiðslu á á, sem nemur rúmar 2.048 kr. á á ár-
lega og að auki tæpar 604 kr á á ef hann er á harðbýlla landi. Þessar tölur breytast árlega.
Þessar greiðslur eru greiddar út þrisvar á ári (30:30:40%). Beingreiðslur eru þannig ekki á
framleiðslu heldur á á.
Beingreiðslur til viðbótar þeim sem að ofan greinir eru einnig til bænda, sem búa á
harðbýlli svæðum og í fjallahéruðum. Greitt er út á hálendisá eftir ákveðnum reglum frá 315
til 670 kr. Þak er á þessum greiðslum miðað við ræktað land.