Ráðunautafundur - 15.02.1997, Page 14
6
Um sölu og leigu á ærkvóta gilda ákveðnar reglur. Kvótinn gengur kaupum og sölum,
en þó með ákveðnum takmörkunum. Segja má að 10% sé tekið í kvótasjóð ef salan er bæði
kvóti og land, en 15% ef aðeins kvótinn er seldur. Einnig er hægt að leigja kvótann til eins
árs í einu. Eftir fimm ára leigu verður eigandinn að leysa allan leigðan kvóta til sín og nota
hann sjálfur í minnst tvö ár. Tilkynna þarf allar leigur og sölur.
Verð á kvóta í janúar 1996 hækkaði frá fyrra ári. Bændur þurfa að nota 50% af kvót-
anum annað hvert ár til þess að hann skerðist ekki. Þeir sem ekki ná því leigja hluta af kvót-
anum sínum. Láglendiskvótinn var seldur í Englandi á 4.200 kr (um £ 40) en leigður á 1.450
kr (um £ 14). Verðið var aðeins hærra í Skotlandi, eða 4.600 kr og 4.800 kr (um £ 45,83) á
hálendissvæðum. Leiga var um 1.560 kr á ærkvótann.
VERÐ Á SLÁTURLÖMBUM í BRETLANDI 1994, 1995 OG 1996
Á Bretlandseyjum er löng hefð fyrir því að bændur selja lömbin á fæti á uppboðsmörkuðum.
Verð fer því eftir framboði og eftirspurn á hverjum tíma. í ársbyrjun 1996 var spáð að verð á
lömbum á uppboðsmörkuðum í Englandi og Wales yrði svipað og árið 1995, en þó var spáð
hækkun. Ástæður þess voru einkum þær að ám hafði fækkað og ekki var spáð aukinni frjó-
semi. Spáð var að sláturlömbum mundi fækka um 200.000, en 21 milljón lömbum var slátrað
árið 1995.
Af 1. mynd má sjá að verð breytist all verulega frá einni viku til annarrar. Hæstu verð
eru í apríl og maí. Árið 1995 var meðalverð í apríl á „standard þunga“ (32,1 til 39 kg lífþunga)
hæst 128,5 pens á kg lífþunga, en árið 1994 146,7 pens á kg lífþunga, sjá mynd. (Eitt pens er
rúmlega ein kr (1,05)). Þannig gerði 34 kg lamb 4.587 kr í apríl 1995 en 5.237 kr 1994. Því
var síðan spáð að hæsta verð 1996 yrði þarna mitt á milli. Sú spá reyndist fjarri lagi. Það má
sjá á hjálögðu línuriti. Fróðlegt er að sjá hversu lágt verð er í ágúst og september þegar fram-
boðið er mest. Þessar tölur segja ekki alla söguna. Verð til einstakra bænda fer eftir uppboði
hverju sinni og það getur breyst frá einum degi til annars. Dilkur sem vegur 34 kg á fæti fer í
ágúst niður fyrir 3.000 kr þegar verðið er lægst.
Árið 1996 varð mikil breyting á verði til bænda og miklar sveiflur. Verð á dilkakjöti
rauk upp í kjölfar kúariðunnar og því írafári sem það olli. Af 2. mynd má sjá að verðið var
komið yfir 200 kr á kg lífþunga í apríl, en er nú komið í um 100 kr á kg. Þetta verð má
tvöfalda til að fá hugmynd um verð á kg kjöts. Eins og sjá má af 2. mynd hefur verðið jafnað
sig aftur þó er það heldur hærra en árið 1995, þrátt fyrir tal um riðu í sauðfé.