Ráðunautafundur - 15.02.1997, Page 25
17
deild rúllubaggaverkunar vaxið og er nú talið að um 70% af heyfeng landsmanna sé í þannig
geymsluformi. Hin almenna reynsla er sú að ekki sé nauðsynlegt að byggja yfir heyfenginn í
rúllum heldur þurfi einungis aðstöðurými í eða við húsin. Stofnkostnaður við þannig hús yrði
samkvæmt áðurnefndum forsendum án aðstöðurýmis um 9,4 milljónir með vélgengum kjall-
ara, um 7,4 með grunnum og um 5,4 í taðhúsum. Árskostnaður á kind yrði þá um 1465 kr.
niður í um 915 kr. í taðhúsum. í öllum tilvikum er miðað við uppsteypt hús en vitað er að
hægt er að byggja mun ódýrari hús úr stálgrind sem burðarvirki, en talið er að þau séu um 15-
20% ódýrari. Að auki má nefna að með nýrri gjafatækni í tengslum við rúllubaggana má gera
ráð fyrir um 15% sparnaði í gólfrými. I grófum dráttum yrðu áðurnefndar tölur þá 880 kr. með
vélgengum kjallara og um 550 kr. á vetrarfóðraða kind á ári í taðhúsum.
Margir hafa efasemdir um að taðhúsin séu raunhæfur kostur við hýsingu fjárins. Gerðar
hafa verið nokkrar tilraunir og athuganir varðandi taðgólfin og má í stuttu máli segja að þau
komi einkum til greina þar sem fóðrað er á þurrlegu heyfóðri, sauðburður á þeim tíma að fénu
sé hægt að sleppa nokkurn veginn jafn óðum út úr húsunum eða beri að mestu leyti úti við.
Einnig að loftraki í húsunum sé að jafnaði ekki yfir 80% en því má að jafnaði halda ef húsin
eru vel loftræst. Ef loftraki er langtímum saman mjög mikill má fleyta sér yfir þau tímabil með
undirburði. Við vetrarrúning geta orðið verulegar skemmdir á ullinni nái húsin að blotna.
Takist ekki að uppfylla þessi skilyrði er vissara að gera ráð fyrir grindahúsum.
Gjafatœkni
Gjafatæknin hefur að mestu verið óbreytt frá því að steinsteypan og bárujárnið komu til
sögunnar við gerð fjárhúsa. Megin reglan hefur verið sú að allt féð komist að garðanum eða
jötunni í einu. Fyrir því eru ákveðnar forsendur sem í megin atriðum byggja á að heyforðinn sé
takmarkaður. Út frá þeim forsendum hefur innra skipulag húsanna mótast. í þessum hefð-
bundnu húsagerðum voru á vegum Bútæknideildar Rala gerðar all umfangsmiklar athuganir til
að kanna vinnu við vetrarhirðingu sauðfjár. Úr mælingunum komu í stórum dráttum fram
eftirfarandi niðurstöður yfir daglega „nettó“ vinnu í húsunum. Þegar gefið er laust þurrhey
voru þær:
Y=11,9+0,335X, þar sem Y = mannmín./dag og X= fjárfjöldi.
Þegar gefnir eru þurrheysbaggar:
Y=8,8+0,219X
og þegar gefið er úr votheysgeymslum:
Y=-2,0+0,427X