Ráðunautafundur - 15.02.1997, Síða 29
21
3. tafla. Dæmi um kostnað við gerð rúllubagga. Miðað er við 6,0% vexti og að vélarnar seljist fyrir 10% af kaup-
verði í lok notkunartímans. Til fasts kostnaðar er hér eingöngu talinn kostnaður af rúllu- og pökkunarvélum.
(Kostnaðartölur eru án vsk.).
Rúllu- og pökkunarvél, kr. Notkun baggar/ár Ending ár Fastur kostn., kr. Filma og garn, kr. Annar kostn., kr. Samtals kr.
A 2.000.000 500 10 515 268 245 1028
B 2.000.000 1000 8 304 268 245 817
C 2.000.000 2000 6 191 268 245 704
Samnýting búvéla á sér langa en vart útbreidda hefð hérlendis samanborið við nágranna-
lönd þar sem hún er algeng; að nokkru vegna opinberrar hvatningar (Nielsen, 1993; Ulvlund
og Breen, 1995).
Fyrstu niðurstöður athugana á vinnu við heyskap sem gerðar voru sl. sumar (Nemendur
Búvísindadeildar, 1996) benda til að vinna við rúlluheyskap - frá slætti til geymslu - nemi 2-
2,8 klst./tonn þurrefni. Það eru um það bil 0,4-0,6 klst. á rúllu af algengri stærð (=0,5-0,7 klst.
á ærfóðrið!). Um 40% þessarar vinnu er heimakstur rúllanna. Sá þáttur verksins er ekki bund-
inn annatíma bindingar og hjúpunar og er vel fallinn til samvinnu. Binding og hjúpun rúllanna
námu samtals fjórðungi verktímans. Vinnuafköstin eru því umtalsverð. Með vilja og góðu
skipulagi á því að vera hægt að komast yfir mikinn heyskap með öflugu vélgengi, eins og ára-
löng reynsla, m.a. úr Andakílshreppi, sýnir (Guðjón Egilsson og Lárus G. Birgisson, 1992).
Hliðstæðri samvinnu er einnig unnt að beita við losun, flutning og dreifingu á skít/taði undan
fénu. Til þess að geta nýtt kosti þeirrar tækni sem nú býðst til búverka með hagkvæmum hætti
er það frumskilyrði að dreifa fjárfestingarkostnaðinum á sem flestar einingar framleiðslunnar
(kg þurrefnis, kg búfjáráburðar o.s.frv.).
í 3. töflu er dæmi um misgóða nýtingu afkastagetu rúllu- og pökkunarvéla. Þar sést
hvernig kostnaður við gerð hvers bagga lækkar með aukinni ársnotkun vélanna, jafnvel þó
tekið sé tillit til skemmri endingartíma. Það má reyndar lengi deila um hvað skuli reikna með
löngum endingartíma á vélum og hvers virði þær eru að lokum. Eins er erfitt að meta hvers
virði það er að hafa vélarnar stöðugt til taks. Mikið þarf hins vegar til að vega á móti betri
nýtingu fjárfestinganna sem ná má með samnýtingu nokkurra býla á tækjunum eða með stærri
rekstrareiningum.
Ekki er nóg að afla fóðurs handa búfénu. Það þarf líka að geyma það. í 4. tölfu kemur
fram áætlaður kostnaður við lokaverkun og geymslu heys, annars vegar með súgþurrkun í
hlöðu, hins vegar í rúllum sem geymdar eru úti. Enda þótt ekki sé öll sagan sögð með slíkum
samanburði er það umhugsunarefni hve mikill munurinn reynist.