Ráðunautafundur - 15.02.1997, Síða 30
22
Það er fjármagnskostnað-
urinn, vextirnir, sem knýja á
góða nýtingu fjárfestinganna.
Vextirnir hafa líka þau áhrif að
meiru má kosta til að komast af
með minni fjárfestingar. Ymsar
kröfur og viðmiðanir sem urðu
til á dögum neikvæðra eða
mjög lágra vaxta þarfnast nú
fordómalausrar endurskoðunar.
Mikilvægt atriði hag-
kvæmrar vélvæðingar er það
hvernig dráttarvélarnar nýtast
(Witney, 1988). Þær vega
jafnan hvað þyngst í vélareikn-
ingi búanna en ætla má að
dráttarvélar nemi um það bil
helmingi verðmætis búvéla-
kaupa (Pétur Jónsson, 1993;
Upplýsinga þjónusta landbún-
aðarins, 1996). Kostgæfni við
mat á dráttarvélaþörf búanna og
dráttarvélakaup er því líkleg til
þess að skila sér í efnalegri af-
komu búanna.
4. tafla. Samanburður á kostnaði við geymslu þurrheys í hlöðu og rúllu-
héys í plasti. (Öll verð eru án vsk.).
Geymslukostnaður þurrheys
Ýmsar forsendur: Grunnflötur 300 m2 Rúmmál 1.500 m3
Meðalhæð 5 m Nýtanl. rými 1.200 m3
Nýtanleg hæð 4 m Rúmþyngd 98 kg þe/m3
Aflþörf súgþurrkunar 6 kW Orkunotkun 7.920 kWst
Notkun súgþ. 1320 klst 264 kWst/ha
Túnstærð 30 ha Uppskera 2.267 FE/ha
Uppskera, þe. 3400 kg/ha 68.000 FE.
Fóðurorka 1,5 kg þe/FE. Hlöðurými 117.300 kg
Ending hlöðu 40 ár 78.200 FE.
Raunvextir 6 % 34,5 ha.
Viðhald, m.v. stofnk. Fjárfestingar: 0,5 % Jafngreiðsla 6,65%
Hlaða 2.700 kr./m3 Fjárf. alls 4.830.000 kr.
Kerfi 1.600 kr./m2 62 kr./FE.
Blásari og vél Raforka: 300.000 kr.
Orka 1,85 kr/kWst 14.652 kr./ár
Afl 3.110 kr/kW/ár 18.660 kr./ár
Samtals 33.312 kr./ár
Árlegur kostnaður: Vextir og afskriftir 321.009 kr./ár 4,10 kr./FE.
Viðhald 24.150 kr./ár 0,31 kr./FE.
Raforka 33.312 kr./ár 0,43 kr./FE.
Kostnaður vegna súgþurrkunar og geymslu: 4,84 kr./FE.
Geymslukostnaður heyrúlla
Fílmurúlla kostar 4.000 kr.
og endist á 17 bagga, sem gera 235 kr./bagga
Gamrúlla kostar 1.300 kr.
og endist á 40 bagga, sem gera 33 kr./bagga
Bagginn er 1,50 m3
og inniheldur 160 kg þe/m3
Af hcyinu þarf 1,50 kg þe/FE. Þetta verða 160 FE7bagga
Kostnaður við geymslu (án rýrnunar): 1,67 kr./FE.
Ef heykosm. er 10,00 kr/FE. (án geymsluk.)
og rýmun nemur 3 %, veröur kosmaðurinn: 2,02 kr./FE.
Vinna við smalanir ogfjárrag
Þriðji mesti annatími á sauðfjárbúum verður vegna fjallskila og fjárrags á haustin (sjá 1.
mynd). Lenging sláturtíðar sem og dilkaval til slátrunar til þess að mæta megi gæðakröfum
markaðarins eykur þessa vinnu nema sérstaklega sé gætt að skipulagi verka og aðstöðu. Enn
hefur þessum mikilvæga þætti verið gefinn takmarkaður gaumur. I honum felst m.a.:
- Skipan fjallskila.
- Hagavarsla og skipulag beitilanda (sjá c-lið).
- Aðstaða og tækni til fjárrags og fjárflutninga.