Ráðunautafundur - 15.02.1997, Page 42
34
HAUSTFÓÐRUN
Ær koma í mismunandi ástandi af fjalli en mikilvægt er að þær hafi náð bata og góðum
holdum áður en fengitíð hefst. Rétt er að taka lömbin undan strax við haustsmölun og bata
ærnar á beit ef kostur er. Veturgamlar ær frá lömbum, gamalær og holdrýrar ær er best að
skilja frá hjörðinni og bata á ræktuðu landi, en beita öðrum ám í úthaga.
Ásetningslömb, ekki síst gimbrar sem hleypa á til, þurfa helst að halda stöðugum vexti
og þarf því að beita þeim á gott land og taka snemma inn. Mikilvægt er að taka ær á gjöf, áður
en þær fara að tapa holdum. Það þarf tvöfalt meira fóður til að vinna upp hold, sem tapast
hafa, en að viðhalda þeim á skepnunni. Séu æmar í góðu ástandi við upphaf gjafar er nóg að
fóðra þær til viðhalds þar tii nálgast fengitíð. Ef þær eru magrar getur verið gott að bata þær á
góðu heyi og fullnægja próteinþörfum t.d. með fiskimjöls- eða síldargjöf, þannig að ekki verði
þörf fyrir dýrt fengieldi. Einnig þarf að reikna með meira fóðri á þessu tímabili ef féð er rúið
að haustinu. Ekki liggja fyrir nákvæmar rannsóknir um það hve mikið fóðurþörfin eykst við
rúning, enda er það allmismunandi eftir húsagerð og veðurfari. Til viðmiðunar má þó gera ráð
fyrir að orkuþarfir aukist um 15-20% fyrst eftir rúninginn, en að þessi munur minnki um ca
5% með hverjum mánuði sem líður þaðan í frá.
FEN GIFÓÐRUN
Til að ná mikilli frjósemi er nauðsynlegt að ærnar séu í góðu næringarástandi um fengitímann.
Best er að ærnar séu í góðum holdum á þessum tíma, því þörfin á fengeldi er háð því hvernig
ástand ánna er á fengitíð. í öllum tilfellum þarf að tryggja að þær séu ekki í aflagningu um
fengitímann. Ær í góðum holdum þarf því ekki að ala sérstaklega umfram að tryggja að þær
séu í góðum bata. Séu ærnar í lélegum holdum er nauðsynlegt að ala þær sérstaklega frá því 2
vikum fyrir upphaf fengitíðar og þar til þeim hefur verið haldið. Þetta hefur aukakostnað í för
með sér. Ekki er nauðsynlegt að viðhalda fengeldi eftir fangdag, en forðast ber snöggar fóður-
breytingar.
Margar fóðurtilraunir hafa sýnt að ná megi fullri frjósemi með heyfóðri eingöngu, svo
fremi að heyið sé í meðallagi gott eða betra. Með lakara heyi getur verið nauðsynlegt að gefa
kjarnfóður, og þá sérstaklega ftskimjöl sem er prótein- og bætiefnaríkt. Jafnvel þótt heyið sé í
meðallagi getur verið skynsamlegt að gefa 50-70 g af fiskimjöli á dag um fengitímann.
MIÐSVETRARFÓÐRUN
Mikilvægt er að ærnar haldi góðum holdum allan veturinn og lendi ekki í aflagningu. Tilraunir
á vetrarfóðrun á Hesti hafa sýnt jákvætt samhengi milli holdafars ánna í mars og fæðingar-
þunga lamba að vori. Tæplega er hagkvæmt að fóðra ær sem eru vel á sig komnar að hausti,