Ráðunautafundur - 15.02.1997, Blaðsíða 43
35
þannig að þær bæti á sig mörgum kílóum yfir veturinn fyrir utan fósturvöxt. Samanburður á
afurðum tveggja hópa þriggja vetra áa á tilraunastöðinni á Hesti, sem þyngdust um 15,5 kg og
20,2 kg að meðaltali yfir veturinn, sýndi engan mun á afurðum, hvorki í frjósemi, fæðingar-
þunga, né lambaþunga að hausti. Hins vegar liggur ekki fyrir hvort fóður sparast eftir burð
með því að fita ærnar sem þessu nemur fyrir burð.
Þótt fóðruninni sé hér skipt í tímabil til hægðarauka þá er nauðsynlegt á hverju skeiði að fóðra
með hliðsjón af því hvernig fóðra skal á öðrum skeiðum. Víðast hvar kemur best út að fóðra
sem mest á heyi og spara aðkeypt kjarnfóður. Þótt taða sé góð getur hún ekki fullnægt fóður-
þörfum tvílembdra áa eftir burð og þurfa þær þá að mjólka af holdum sínum. Þess vegna er
skynsamlegt að nýta veturinn til að byggja upp holdafar ánna, þ.e. á þeim tíma sem unnt er að
láta þær safna holdum á heyfóðri, þannig að spara megi kjarnfóður á mesta álagstímanum. Það
er því skoðun margra að jafnvel um miðjan veturinn eigi að fóðra ærnar u.þ.b. 0,1 FE yfir við-
haldsþörf.
Á síðari hluta þessa tímabils fer oft fram vetrarrúningur, eða klipping á „snoði“, og ber
þá að hafa í huga það sem áður var sagt um auknar fóðurþarfír eftir rúning.
FÓSTURFÓÐRUN
Eftir því sem nær dregur burði eykst álagið af fósturmyndun og fóðurþörfin vex. Mest er
fóðurþörfin síðustu dagana fyrir burð og getur þá nálgast þrefalda viðhaldsþörf hjá tvílembum
samkvæmt breskum tilraunaniðurstöðum. Vanfóðrun á þessu skeiði kemur fram í minni fæð-
ingarþunga lamba og ærnar búast verr til mjólkumyndunar.
Fóðurþarfir lembdra gemlinga aukast einnig mikið á þessum tíma, enda er fóstrið í
harðri samkeppni um fóðurefnin við eigin vefi móðurinnar, sem eru í vexti. Varast ber þó
ofsafóðrun gemlinga síðustu vikur fyrir burð þar sem það getur leitt til burðarerfiðleika.
Ljóst er að vegna breytilegs burðartíma og misjafnrar frjósemi verður aldrei unnt að
fóðra allar ærnar nákvæmlega samkvæmt reiknuðum þörfum. Síðbærur og einlembur verða
offóðraðar, en hætt er við vanfóðrun á snemmbærum og tvílembum. Því getur verið skynsam-
legt að skipta hjörðinni í 2 til 3 flokka eftir burðartíma. Auka skal fóðrun í áföngum frá 6
vikum fyrir burð og fram að burði.
Það er allt undir heygæðum komið á þessum tíma hvort unnt er að komast hjá kjarn-
fóðurgjöf. Með rýrnandi heygæðum minnkar átgetan, auk þess sem orkugildið í fóðrinu fellur.
í öllum tilfellum er skynsamlegast að gefa nokkurt fiskimjöl með heyinu síðustu vikurnar fyrir
burð, bæði vegna mikilla próteinþarfa og bætiefna í mjölinu. Sérstaklega þarf að huga að fiski-
mjölsgjöf ef fóðrað er á votheyi, t.d. er reynsla fyrir því að hætta á selenskorti (stíuskjögri í