Ráðunautafundur - 15.02.1997, Side 44
36
lömbum) er minni ef fiskimjöl er gefið fyrir burð. Auk þessa er rétt að minna á að á öllum
tímum þarf að tryggja að steinefnaþörfum sé fullnægt, og er auðveldast í því sambandi að láta
féð hafa aðgang að fóðursalti allan veturinn.
Það er ákaflega biýnt, ekki síst þegar vorið nálgast, að bændur vigti dagsfóðrið, a.m.k.
annað slagið, því að sumum hættir til að ofmeta það sem gefið er. Eftir því sem fóstrin stækka,
minnkar átgeta ánna, sérstaklega hjá marglembum, og getur verið óhjákvæmiiegt að mæta því
með kjarnfóðurgjöf. Komið hafa fram vísbendingar um að átgeta minnki meira ef gefið er vot-
hey. Að síðustu skal það brýnt fyrir mönnum að fylgjast með holdafari fjárins og taka frá og
fóðra sérstaklega þær ær sem ekki þrífast eðlilega.
VORFÓÐRUN
Aldrei er fóðurþörfin meiri en á fyrstu vikum mjaltaskeiðsins. Útilokað er að fullnægja
þessum þörfum með heyi, en óhætt er að ætla ánum að mjólka nokkuð af eigin holdum hafi
þær verið undir það búnar, eins og að framan greinir.
Áætlaðar próteinþarfir tvílembna eru 225 g af meltanlegu próteini á dag, og lætur nærri
að þeim þörfum sé mætt með góðri töðu. Nýlegar skoskar rannsóknir hafa hins vegar leitt í
ljós að próteingjöf umfram þessi mörk eykur mjólkurmyndun, og er sérstaklega mælt með
fiskimjöli í þessu sambandi. Einkum er fiskimjölsgjöfm mikilvæg ef ánum er ætlað að mjólka
af eigin holdum, þar sem próteinið örvar niðurbrot fituforðans.
Fiskimjölsgjöf fyrir burð hefur einnig jákvæð áhrif á fæðingarþunga lamba, en lífs-
þróttur nýfæddra lamba er mjög tengdur þunga þeirra. Fæðingarþungi á bilinu 3-4 kg er hag-
stæðastur fyrir lífslíkur lambsins, þar sem burðarerfiðleikar fara vaxandi þegar lömbin verða
þyngri.
Áhrifa af fæðingarþunga gætir enn í þunga lamba að hausti og niðurstöður um þunga
tvílembinga frá Hesti sýna að u.þ.b. 90 g aukning í fallþunga fæst fyrir hver 100 g í fæðingar-
þunga.
í rannsókn, sem stóð yfir á Hesti í fjögur ár, var lambám gefið 200 g af fiskimjöli með
góðum árangri. í samanburði við aðra flokka, sem annars vegar fengu töðu eingöngu en hins
vegar töðu og 500 g af fóðurblöndu (með tvenns konar próteinstyrkleika), átu fiskmjölsæmar
mest hey, 2,5 kg, og skiluðu afurðum til jafns við fóðurblönduærnar, en tvílembur í þessum
flokkum skiluðu u.þ.b. 1,5 kg meira kjöti en ærnar sem aðeins fengu hey. Fiskmjölsærnar
gerðu betur en að borga umframfóðrið en fóðurblönduærnar ekki samanborið við heyærnar.
Hitt vekur athygli að heyærnar hafa skilað þyngstum einlembingum og fiskmjölsærnar
jafnan léttustu. Þetta mun stafa af því að í betur fóðruðu flokkunum ná einlembingarnir ekki