Ráðunautafundur - 15.02.1997, Page 46
38
gróður gisni ekki og æskileg beitargrös haldist í hólfunum) þessara beitarhólfa að þau fái tíma
til að jafna sig eftir beitina. Heppilegast er að nota hey af þessum túnum fyrir nautgripi og
hross fremur en sauðfé til að draga úr hugsanlegu sníkjudýrasmiti.
Mikilvægt er að þær plöntur sem ærnar vilja helst bíta séu í beitilandinu, en jafnframt
þurfa þessar plöntur að þola vel beitina. Þannig sækist féð oft eftir blómplöntum sem margar
hverjar eru mjög næringaríkar, en þola oft illa beit þannig að þær hverfa fljótt. Misjafnt er á
hvaða þroskastigi hinar ýmsu plöntur þola beit best, en yfirleitt fer vorbeit verr með gróður en
síðsumar- og haustbeit. Á miðju sumri er misjafnt eftir þroska plantnanna hvernig þeim reiðir
af. Til lengri tíma rýrir því mikið beitarálag, sérstaklega á vorin, beitargildi landsins þó það
sjáist ekki alltaf í uppskeru og við sjónmat á landinu.
Bændur sem stunda lífræna lambakjötsframleiðslu mega ekki beita fénu á land sem fær
tilbúinn áburð. Þá er því heppilegra að láta ærnar bera heldur seinna en í hefðbundinni fram-
leiðslu og draga þannig úr þörfinni fyrir vorbeit á ræktað land. Vegna breytilegs veðurfars er
þetta þó ekki hægt í öllum árum, því auk þess að gefa hámarksafurðir þarf beitin á úthagann að
vera sjálfbær. Við þessa framleiðslu þarf því að hafa beitarhólf þar sem borinn er á lífrænn
áburður, t.d. mykja eða hland, en ekki er rétt að bera sauðatað á land þar sem beita á sauðfé.
SUMARBEIT
Mjög mikill breytileiki er í úthaga sem nýttur er til sumarbeitar og þrif lamba því mjög mis-
jöfn. Þar skiptir miklu hvort beitt er á hálendi eða láglendi, þurrlendi eða votlendi.
Næringarefnainnihald þess gróðurs sem ær velja á beit á þurrlendi á hálendi og á mýri á
láglendi er um margt mjög ólíkt (2. mynd). Það er áberandi að trénishlutinn er hærri í mýrar-
gróðrinum og auðleystu kolvetnin því samsvarandi lægri. Einnig að lignin er mikið hærra í
þurrlendisgróðrinum, en steinefni hærri í láglendismýrinni. Próteinið er hærra í hálendis-
gróðrinum, en það lækkar stöðugt eftir því sem líður á sumarið á báðum stöðunum. Hér er því
væntanlega að einhverju leyti um þroskamun að ræða í gróðrinum. Þrátt fyrir þetta mælist
meltanleiki oft svipaður eða hærri í gróðri á láglendismýri heldur en á hálendismóum. I aðal-
atriðum má því segja að gróðrinum sem ærnar éta á hálendi svipi meira til þess sem búast má
við að finnist í belgjurtum heldur en grösum, en þessu er eðlilega öfugt farið á lág-
lendismýrum.
Við mælingar á áti hefur komið í ljós, eins og búast mátti við, að át ánna og vöxtur
lambanna fylgjast vel að yfir sumarið. Þannig er átið á þurrum hálendismóa mest á miðju
sumri, um eða upp úr mánaðamótum júlí-ágúst. Þá er það mikið meira en á votlendi á lág-
lendi, en síðan dregur verulega úr því á hálendinu og í lok ágúst er það orðið svipað á báðum