Ráðunautafundur - 15.02.1997, Blaðsíða 47
39
stöðunum (3. mynd). Þurrefnisát lambanna á hálendisbeitinni er líka aðeins meira á aðal-
vaxtartímanum, en athyglisvert er að eins og hjá ánum dregur úr því í lok ágúst, sem bendir til
að beitin og/eða gæði hennar séu ekki næg á hálendinu á þessum tíma. Það er því ljóst að á að-
alvaxtartíma lambanna mjólka ærnar töluvert meira á hálendi en láglendi og einnig helst nytin
betur hjá þeim. Reikna má með að á mýrlendi geldist ærnar yfirleitt í ágúst, en ekki fyrr en í
september eða seinna á þurrlendi. Þetta skýrir fyllilega muninn í vexti lambanna.
Það sem vekur sérstaka athygli er að á þungbeittu landi á hálendi virðist féð oft éta jafn
mikið eða meira en á léttbeittu landi, þó það þyngist minna. A láglendi étur féð aftur á móti
mun minna á landi sem mikið er beitt heldur en á lítið beittu landi. Orsakir þessa eru ekki
þekktar, en hér hljóta gæði beitargróðursins að skipta verulegu máli.
Yfirleitt gefur miðsumarbeit á hálendi meiri afurðir eftir ána en beit á láglendi, og beit á
þurrlendi gefur meiri afurðir en beit á votlendi. Þetta er þó á engan hátt algilt. Fé sem gengur í
heimalöndum á láglendi sumarlangt þrífst oft mjög vel, t.d. ef það hefur aðgang að fjalllendi.
Hér er það gróðurinn sem skiptir meginmáli, en mikilvægt er að féð hafi aðgang að sem fjöl-
breyttustum gróðri yfir sumarið. Einnig skiptir beitarþunginn og veðurfar verulegu máli eins
og sést á 4. mynd, sem sýnir áhrif beitarþunga og slæms veðurfars á hálendisbeit sumarið
1979 miðað við 5 ára meðaltal. Oftast er beitarþungi meiri á láglendi en á hálendi, sem veldur
því að beitarálag og sníkjudýrasmit er þar meira, en hvortveggja hefur afgerandi áhrif á þrif
lambanna.
Það er athyglisvert þegar borinn er saman vöxtur lamba á hálendi og láglendi að vöxtur
lambanna er afgerandi meiri á hálendinu um mitt sumarið heldur en á láglendinu (5. mynd). A
hálendi þar sem féð hefur bæði aðgang að votlendi og þurrlendi er vöxturinn mestur strax og
féð er sett á fjall en síðan dregur stöðugt úr vextinum þar til fénu er smalað í september. Aftur
á móti ef beitt er á þurrlendismóa eykst vöxturinn frá því féð er sett á landið í byrjun júlí fram
í byrjun ágúst en þá fer að draga úr honum og fellur hann stöðugt, eða svipað og á votlendinu
fram í september. Á láglendisbeit ná lömbin aldrei að vaxa sambærilega og lömb á fjallabeit,
en eins og á hálendi eykst vöxtur lambanna á þurrlendu graslendi fram í júlí en þá fer að draga
úr honum, þó þessi lækkun sé ekkert svipuð því og gerist á hálendinu, enda vöxturinn aldrei
jafn mikill og þar. Vöxtur lamba á votlendi er alltaf lélegur, en þó er hann mestur í upphafi
sumars og síðan smá lækkar hann fram á haust. í lok ágúst hefur dregið það mikið úr vexti
lamba, bæði á hálendi og láglendi, að mikilvægt er að koma þeim á land þar sem gróður er í
framför og sem ekki hefur verið beitt fyrr um sumarið.
Sauðfjárbændur ættu að huga að því að halda lambfé, eftir að það kemur úr vorbeitar-
hólfum, á góðu heimalandi fram yfir mánaðamótum júní-júlí, en flytja það þá á afrétt eða