Ráðunautafundur - 15.02.1997, Page 56
48
vegna flóka og óhreininda og ullin fer í annan og þriðja flokk (mislitan þriðja flokk að hluta).
Bóndi 1 selur alls 838 kg af hreinni ull, eða 2,1 kg af kind, en bóndi 2 fær ekki nema 1,46 af
hreinni ull eftir kind, en sá munur liggur að mestu leyti í lélegri nýtingu ullar hjá bónda 2 en
ekki í afgerandi mun á ullarmagni sem hver kind getur skilað. Niðurstaðan er 979 kr/kind hjá
bónda 1 en 355 kr hjá bónda 2. Endanlegur arður af ullarframleiðslunni fer síðan eftir því
hvort bændurnir kaupa rúning á fénu fullu verði eða sjá um þá vinnu sjálfir.
1000
900
800
700
-O 600
s 500
i 400
300
200
100
0
7. mynd. Dæmi um mismunandi tekjur bænda t'yrir ull af hverri
kind vegna misjafnra ullargæða. Nánari skýringar í texta.
Auðvelt er að finna raunveruleg dæmi um bændur þar sem munar enn meiru en hér er
sýnt, allt frá því að öll ull sem send er til mats lendi í úrkasti og upp í ríflega 1300 kr tekjur
fyrir ull af hverri kind.
Það gefur því auga leið að fjöldi bænda ætti að geta aukið tekjur sínar af ull miðað við
núverandi verðlagningu, með því að auka bæði magn eftir hverja kind og bæta gæði, án þess
að því fylgi verulegur tilkostnaður. Niðurstöður rannsókna sýna að miklir möguleikar eru á því
að bæta ullargæði með ræktunarstarfi, t.d. með því að fjölga alhvítu fé og forðast fé með gul
eða dökk hár í ull, auk þess sem sumir bændur geta enn bætt mjög meðferð á ull. Einnig eru
möguleikar á að auka ullarmagn af hverri kind með úrvali. Hins vegar verður að gæta þess að
ef veruleg aukning verður á ullarmagni, eða tilfærsla verður upp á við milli gæðaflokka, mun
niðurgreiðslufé þrjóta og þá þarf að bregðast við. Ef niðurgreiðslur eru lækkaðar hlutfallslega
jafnt á alla flokka skerðast tekjur meira hjá bændum sem framleiða góða ull en hjá þeim sem
skila lélegri ull. Hugsanlegt er að fara aðrar leiðir, t.d. lækka niðurgreiðslur um sömu krónu-
tölu á alla flokka og/eða fella þær alveg niður á lökustu flokkum, sem hefur þegar verið gert í
raun á mislitri þriðja flokks ull. Bætt ullargæði skila sér í öllum tilfellum til bóndans en ráð-
stöfun niðurgreiðslna ræður miklu um verðmun á flokkum.
Grundv Bóndi 1 Bóndi 2