Ráðunautafundur - 15.02.1997, Page 61
53
RÁÐUN AUT AFUNDUR 1997
Nýbreytni í sauðfjárrækt
Sveinn Hallgrímsson
Bœndaskólanum á Hvanneyri
Vorið 1978 stóð höfndur þessarar greinar fyrir söfnun skinna af unglömbum í Kjósarhreppi og
Þingvallasveit að frumkvæði Eggerts Jóhannssonar, feldskera og fleiri (Sveinn Hallgrímsson,
1980a). Þessi aðgerð bar ekki mikinn árangur en varð þó til þess að vakin var athygli á þeim
möguleika sem skinn af unglömbum gefa í vinnslu. Jafnframt var skrifaður og sendur út bækl-
ingur um meðferð og verkun skinnanna (Sveinn Hallgrímsson, 1980b). Sláturfélag Suðurlands
sýndi þessu verkefni áhuga og gerði tilraunir til að vinna unglambaskinn. Síðustu tvö árin
hefur sútunarverksmiðjan Loðskinn unnið unglambaskinn og mun halda því áfram (Sigurður
Karl Bjarnason, 1997). Frægasta dæmið um unglambaskinn er að sjálfsögðu karakúlskinn.
Þegar fyrirséð var að samdráttur yrði í sölu dilkakjöts á erlendum mörkuðum og að
draga yrði úr framleiðslu hefðbundinna sauðfjárafurða um 1980 var af hálfu Stéttarsambands
bænda og Búnaðarfélags íslands lögð áhersla á að auka fjölbreytni sauðfjárframleiðslunnar.
Það féll í minn hlut sem ráðunautar í sauðfjárrækt að vinna að aukinni fjölbreytni í fram-
leiðslunni og var í því sambandi bent á eftirfarandi þætti sem huga mætti að:
1. Feldfjárrækt.
2. Mjöltun áa og framleiðsla afurða úr sauðamjólk.
3. Nýting skinna af unglömbum.
4. Síslátrun (og síburður) og framboð á fersku kjöti utan hefðbundinnar slátur-
tíðar og eldi lamba fram eftir vetri, jólalömb, páskalömb o.fl.
5. Sérstök ullarrækt, þ.e. ræktun á sérstæðri gæðaull, t.d. ull með úrvals tog; Ræktun
mórauðs fjár, svarts og e.t.v. fleira.
6. Nýting sérstakra afurða frá sauðfé, s.s. nýting horna (í listmuni), vinnsla efna úr
innyflum (heparín) o.fl.
Tilgangur allra ofangreindra tillagna var að efla sauðijárræktina, skapa meira atvinnu-
öryggi fyrir íjárbændur, auka framboð hollrar fæðu og annarra afurða sauðfjárins, auk þess að
styrkja stoðir sauðfjárræktarinnar og bæta afkomumöguleika þeirra er sauðfjárrækt stunda.
FELDFJÁRRÆKT, AUKABÚGREIN í SAUÐFJÁRRÆKT ?
Rétt fyrir 1950 fór Búvörudeild SÍS að selja gráar gærur til Svíþjóðar fyrir tiltölulega gott
verð, miðað við verð á hvítum gærum. Þessi sala á gráum gærum til Svíþjóðar hélt áfram