Ráðunautafundur - 15.02.1997, Qupperneq 62
54
næstu 25 árin og reyndar alveg fram yfir 1980. Þegar litið er yfir verðþróun kemur í ljós að
verð íslensku gæranna fer mjög ört lækkandi, einkum eftir 1970. Ekki voru menn á eitt sáttir
um hvað hefði valdið þessari lækkun íslensku gærunnar, en þegar verð grárra sænskra gæra á
sama tímbili er skoðað, kemur í ljós að þær hækkuðu á sama tímabili. Þetta varð tilefni þess
að undirritaður lagði til að tekin yrði upp vel skilgreind og markviss stefna við ræktun feldfjár
og tekið meira mið af því sem gerst hafði í Svíþjóð, en þar hafði verð farið hækkandi meðan
það lækkaði á íslandi. Hér skal ekki reynt að finna út hvað gerðist, en aðeins rifjað upp hvaða
atriði eru mikilvægust við ræktun feldfjár.
Fyrst er þó rétt að sýna með dæmi það sem gerðist, og vitnað er til hér að framan. í 1.
töflu er sýnd verðþróun sænskra og íslenskra gæra á því tímabili sem vitnað er til.
1. tafla. Verð hvítra og grárra fslenskra gæra á árunum 1960 til 1962 og 1978 til
1980.
Ár Hvítar gærur kr/gæru Gráar gærur kr/gæru Verðhlutfall Gráar/ hvftar
1960 31,70 80,40 2,54
1961 38,70 81,00 2,09
1962 41,10 87,47 2,13
1978 614,20 890,00 1,45
1979 1323,10 1489,70 1,13
1980 1530,00 2280,00 1,49
Undanfarin ár hefur lítið verið skrifað og rætt um feldfjárrækt, enda ekki mikill áhugi
fyrir henni hér á landi. Þess skal þó getið að bændur á þremur svæðum hófu ræktun feldfjár
um 1980 á grundvelli þeirra tillagna sem settar voru fram (Sveinn Hallgrímsson, 1980). A
tveimur svæðum voru stofnuð félög: í Mýrasýslu og í Vestur-Skaftafellssýslu. Auk þess tóku
tveir bændur í Kirkjubólshreppi, Strandasýslu, þátt í ræktuninni. Félagið í Vestur-Skaftafells-
sýslu var stofnað í Leiðvallahreppi og er það eina félagið sem enn starfar. Skýrslur um starf-
semi þess að feldfjárrækt hafa birst annað slagið í ritinu Sauðfjárræktin, síðast 1993 (sjá t.d.
Sveinn Hallgrímsson, 1993).
Verð á feldgærum síðustu árin hefur verið mjög lágt, enda er talið að verð á þeim sé háð
sömu sveiflum og verð á öðrum langhærðum grávörum. Því er það einnig von mín, og fleiri,
að verð þeirra fari hækkandi, eins og t.d. verð á refaskinnum sem einnig eru talin til 'lang-
hærðrar' grávöru.