Ráðunautafundur - 15.02.1997, Blaðsíða 64
56
og verð á refaskinnum, enda eru feldgærur flokkaðar sem langhærð loðskinn. Verð á sænskum
feldgærum á árinu 1996 var rúmlega tvöfalt miðað við verð á íslenskum gærum.
Feldfiárreektin í Mcðallandi
Eitt feldfjárræktarfélag hefur starfað síðan 1981, Feldfjái'ræktarfélag Leiðvallahrepps. Félagið
hefur unnið mjög gott starf og hefur náð mjög góðum árangri, en því miður eru gærurnar of
fáar til að hægt sé að markaðssetja þær sem sér vöru. Bændurnir hafa því ekki notið ávaxtanna
af starfi sínu, enn sem komið er. Þó hefur komið í ljós að handiðnaðar- og spunafólk sækist
eftir ullinni, sérstaklega af lömbum (Sveinn Hallgrímsson, 1993).
Eigi feldfjárræktin að skila árangri verður hún að skapa sauðfjárbóndanum auknar tekjur
- viðbótartekjur. Eigi það að gerast þurfa mun fleiri að koma inn í ræktunina, bæði til að ná
skjótari árangri og til að fá nægan íjölda gæra til að hægt sé að markaðssetja íslensku gæruna
sem sérstaka vöru.
Ekki er nein vitneskja um markaðsvirði feldgæranna úr Meðallandi eins og þær eru í
dag, en unnið er að því að fá mat óvilhallra aðila á gæðum gæranna.
MJÖLTUN ÁA
Tilgangurinn er að auka tekjumar, auka íjölbreytni í framboði á hollri fæðu og skapa arðbæra
atvinnu á íjárbúum. Auðvelt virðist að sýna ffam á að hægt sé að ná all góðri hagkvæmni.
Meðan framleiðslugeta búanna er ekki fullnýtt og vöntun á atvinnu til sveita, virðist auðsætt
að ysting og önnur vinna við úrvinnslu (ostagerð, jógúrt o.fl.) gæti verið sem mest í höndum
bóndans, þegar verkþekking er orðin næg. Fjallað verður um efnið annars staðar í þessu hefti.
SKINN AF UNGLÖMBUM
Söfnun og nýting skinna af unglömbum var uphaflega hugsað sem unglingaverkefni. Má vera
að hægt sé að breyta því með fullvinnslu á búinu. (Sútun, vinnsla, framleiðsla muna og sala
þeirra). Vinnsla skinna af unglömbum hefur undanfarið farið fram í sútunarverksmiðju Loð-
skinns á Sauðárkróki. Þeir hafa keypt þau af bændum þurrsöltuð, pækilsöltuð (skinnin látin
liggja í mettaðri siútupplausn) eða fryst.
SÉRSTÖK ULLARRÆKT
Tilgangurinn er að rækta fé með sérstakri handspunaull, svipaðri þeirri sem var til í Svíþjóð,
rygjaullinni. Togið þarf að vera fínt, hrokkið og hafa góðan gljáa til að fullnægja (og/eða
skapa) eftirspurn eftir sérstakri gæðaull; móhair-ull. Þá þarf að taka á ræktun á mórauðu og
svörtu. Oftast eru þessir litir ekki hreinir, þ.e. blandaðir hvítum hárum og vantiu- litafestu, fær