Ráðunautafundur - 15.02.1997, Side 65
57
á sig móleita slikju. Sem dæmi um sérstaka gæðaull má nefna feldullina úr Meðallandi, sem er
eftirsótt hjá spunakonum.
NÝTING SÉRSTAKRA AFURÐA FRÁ SAUÐFÉ
Með þessu var átt við úrvinnslu úr efnum sem verða til sem aukaafurð í sauðfjárræktinni. Má
þar nefna horn, sem eru brædd og notuð í listiðnað, t.d. í Kína og víðar; innyfli tií efnavinnslu
o.fl. Hér er um að ræða verkefni sem vegna kröfu um sérhæfða þekkingu, henta tæplega að-
stæðum.
SÍSLÁTRUN OG FRAMBOÐ Á FERSKU KJÖTI
Víða erlendis er löng hefð fyrir neyslu á fersku kjöti, t.d. er það tilfellið bæði í Bandaríkjunum
og á Bretlandseyjum. Eftir að frysting matvæla varð almenn á íslandi má heita að lagst hafi af
að neyta fersks kjöts. í matvöruverslunum var ekki boðið upp á annað en fryst kjöt, ef undan
eru skildir kjúklingar og svínakjöt, allt fram á 9. áratuginn er nautakjöt var sett ferskt (eða
uppþýtt) í kjötborð verslana. Á þessum árum var neysla kindakjöts yfirgnæfandi, eða um 50-
60%, og það var allt fryst, nema hangikjöt og saltkjöt.
Páskalömb 1980
Fyrstu tilraunir á síðari árum til að vekja athygli á gæðum fersks kjöts og kynna það fyrir ís-
lenskum neytendum var gerð 1980, en þá stóð Markaðsnefnd landbúnaðarins fyrir kynningu á
fersku kjöti af páskalambi og gemlingskjöti, en til samanburðar var boðið upp á kjöt af lambi
sem slátrað hafði verið haustið áður og verið í frysti. Um 70 manns tóku þátt í bragðprófunum,
þar sem kjötið var eldað á sama hátt og borið fram þannig að enginn vissi fyrirfram hvað var
hvað. Niðurstöður þeirrar athugunar eru birtar hér til fróðleiks. Skalinn sem notaður var er 1-5
(Jón Ragnar Björnsson, 1980):
Kjöt af páskalambi .................. 3,84
Kjöt af „gemlingi" ...................3,84
Kjöt af haustlambi ...................2,91
Niðurstöðurnar voru ótvíræðar, en ósagt skal látið hvort þær endurspegla viðhorf eða
smekk neytenda í dag. Vissulega væri þörf á athugun á því. Á næstu árum gerðu ýmsir slátur-
leyfishafar heiðarlegar tilraunir til að bjóða ferskt kjöt en oft mun það hafa strandað á að ekki
var hugsað nóg um að gæðin væru í samræmi við væntingar neytenda.
Jólalömb 1983
Haustið 1983 var gerð tilraun með að ala smálömb til slátrunar fyrir jól. Tilraunin var gerð hjá
3 bændum í Mýrdal og kjötið var sett ferskt á markað (Sveinn Hallgrímsson, 1983). Samtímis