Ráðunautafundur - 15.02.1997, Page 66
58
því að lömbum var slátrað og kjötið sett ferskt á markað voru skilgreindar gæðakröfur fyrir
það kjöt sem fara skyldi á markað og gerð tilraun til að meta kjötgæði sláturlambanna lifandi
og aðeins þeim slátrað sem metin voru sláturhæf (Sveinn Hallgrímsson, 1996). Skrokkarnir
voru einnig metnir og aðeins þeir settir á markað sem til þess voru taldir hæfir. Þetta leiddi til
slátrunar utan hefðbundins sláturtíma, m.a. um hvítasunnu sama árið, en þar var ekki hugað
nógu vel að gæðum kjötsins og má því segja að þeir tilburðir hafi leitt til neikvæðs umtals um
ferskt kjöt og þar með seinkað þróuninni um nokkur ár.
Tilraunir með síslátrun
Tilraunir með að ala lömb til slátrunar utan hefðbundins sláturtíma voru næst gerðar 1992 til
1993 (Sveinn Hallgrímsson, 1993) og aftur veturinn 1993-'94 (Ólöf B. Einarsdóttir, 1996).
Haustið 1992 var einnig gerð tilraun til að fóðra offeit sláturlömb, þar sem reynt var að nýta
fituna til vaxtar, þyngingar, og þannig að bæta flokkun fallanna (Bragi Líndal Ólafsson og
Emma Eyþórsdóttir, 1993). I tilraunum Sveins voru tekin lömb sem annaðhvort voru smálömb
eða ekki sláturhæf vegna smæðar og þau alin þar til þau voru talin sláturhæf. Slátrað var á
fjórum mismunandi tímum. Öll lömb voru metin lifandi með tilliti til sláturgæða og ekki
önnur sett á markað en þau sem talin voru fullnægja kröfum markaðarins um gæði. Niður-
stöður þessarar tilraunar voru eftirfarandi:
1. Það tókst að fá góðan vöxt í smálömb á tiltölulega skömmum tíma með heyfóðri og
litlum fóðurbæti. í sumum tilvikum var enginn fóðurbætir notaður.
2. All vel tókst til með að meta sláturgæði á lömbunum lifandi, einkum virtist auðvelt
að meta fitu.
3. Lömbin þyngdust allt upp í 24 kg á tímabilinu og má ætla að í sumum tilvikum hafi
þyngingin verið allt að helmingi kjöt. Talið var að í sumum tilfellum færðust lömbin
upp um að minnsta kosti 2 gæðaflokka.
4. Hagkvæmni eldisins var ótvíræð og þeim mun meiri sem vöxtur lambanna var hrað-
ari. Þetta er m.a. vegna hins háa hlutfalls viðhaldsfóðurs í heildarfóðrinu.
5. Hagkvæmnin minnkaði eftir því sem lömbin voru alin lengur fram á veturinn og var
orðinn mjög lítil í apríl og byrjun maí.
Rétt er að taka fram að við útreikninga á hagkvæmni var reiknað með verði samsvarandi
því að ekki væru neinar beingreiðslur, enda voru þær nýkomnar til er þessar athuganir voru
gerðar (sbr. verðlagsgrundvöll haustið 1992).
í tilraunum Ólafar Bjargar tókst einnig vel til með mat á sláturgæðum lamba, og það
sama var uppá teningnum að mesta öryggi var í mati á fitunni. Ólöf reiknaði hagkvæmnina
sem greiðslugetu fyrir fóður, kr/ FE, og voru niðurstöur hennar mjög samhljóða niðurstöðum
Sveins. Við útreikninga á hagkvæmni notaði Ólöf verð eins og það var eftir að beingreiðslur
voru komnar á, það er um 50% af því verði sem áður var. Þá reiknar Ólöf inn í verðið gæru og