Ráðunautafundur - 15.02.1997, Page 67
59
innmat en það gerði Sveinn ekki. Hins vegar tekur Ólöf ekki ullina inn í verðmæti lambsins,
„því bændur fengu fullt verð fyrir gærur þar sem þær voru innan greiðslumarks þó svo að ekki
væri hægt að koma þeim í verð sökum þess að þær voru rúnar“. Þetta atriði þarf að taka upp
við gærukaupendur og athuga hversu löng ullarhárin þurfa að vera t.d. til að gæran sé nothæf í
mokkaskinn. í framhaldi af því þarf að athuga hversu langur tími þarf að lágmarki að líða frá
klippingu til slátrunar. Niðurstöður Ólafar voru sem hér segir, miðað við verðlag haustið
1993. Bætt er við einum dálki, hagnaði '96, þar sem bætt er við þeirri viðbótarupphæð sem
greitt er á kg kjöts frá 1. nóv. 1996. Um það verður fjallað nánar síðar.
Slátrun nr. Bú nr. 1 Bú nr. 2 Hagnaður'93 Hagnaður'
1 35,2 kr/FE 37,5 kr/FE 583 768
2 30,0 " 21,6 " 212 470
3 24,7 " 21,4 " 271 691
4 15,7 " 19,7 " 196 639
Árin 1992-94 voru gerðar tilraunir með breyttann burðartíma á Hólum og Hesti þar sem
markmiðið var að láta ær bera þrisvar á tveimur árum og fá lömb til slátrunar sem ekki væru
of gömul, og að hægt væri með þessu móti að setja lömb á markað sem næst allt árið. Ær voru
samhæfðar með kynhormónum (prógestagen) og síðan gefnir frjósemishormónar (PMSG) til
að auka frjósemi. Ánum var skipt í tvennt, og fékk annar hópurinn 330 IU og hinn 500 IU.
Niðurstöður úr tilraununum voru birtar í fjölriti á ráðstefnu NJF 1995 (Valgeir Bjarnason o.fl.,
1995). Þar kemur fram að frjósemi fór minnkandi frá 1. til 3. burðar í tilrauninni, minnkaði
minna í hópnum sem fékk 500 IU. Ályktun höfunda er að frjósemi íslenska fjárins sé lítil utan
venjulegs fengitíma og að fóðrun lamba yfir vetrartímann sé kostnaðarsöm. Þau komust einnig
að því að vöxtur lamba á húsi sé minni en ef lömbin ganga í haga yfir sumarið.
Haustfóðrun feitra sláturlamba
Haustið 1992 var gerð tilraun með það að markmiði að kanna hvort breyta megi hlutföllum
fitu og vöðva í falli sláturlamba með sérstakri próteinfóðrun að hausti, þannig að lömb sem
koma of feit af fjalli flokkist ekki í fituflokka (Bragi L. Ólafsson og Emma Eyþórsdóttir,
1993). Ætlunin var að nýta fitu (orku) lambsins til að láta lambið vaxa, megra lambið og helst
að láta það vaxa samtímis. í tilraunina voru notaðar 30 gimbrar sem eftir þunga og mati voru
taldar líklegar til að flokkast í DIB eða DIC.
Segja má að tekist hafi að bæta flokkun lambanna með fóðrun, en föll lambanna léttust
nokkuð. Þó var ekki munur á magni nýtanlegs kjöts eftir flokkum þegar leiðrétt var að sama
fallþunga og sömu fituþykkt.