Ráðunautafundur - 15.02.1997, Side 68
60
Haustið 1993 var efnt til samstarfsverkefnis Bændaskólanna og Rala um tilraunir með
fóðrun feitra lamba og fóðrun lamba sem voru tiltölulega smá og létt að hausti, til vaxtar og
slátrunar að vetri. Þá var það einnig markmið þessara tilrauna að finna heppilega fóðursam-
setningu fyrir lömb, sem alin eru til vaxtar. Skýrt hefur verið frá niðurstöum þessara tilrauna
að hluta, haust og vetrarfóðrun sláturlamba (Bragi L. Ólafsson og Emma Eyþórsdóttir, 1996).
Eingöngu var skýrt frá niðurstöðum tilraunanna á Rala.
Niðurstöður og helstu ályktanir
Undanfarin 2-3 ár hefur slátrun utan hefðbundins sláturtíma rutt sér æ meir til rúms. Þetta lýsti
sér m.a. í að nokkrir kaupmenn keyptu kjöt í júlí og ágúst sl. og greiddu yfirverð fyrir. Þetta
kjöt tekur heldur ekki á sig neitt frysti- eða geymslugjald. Þá hefur Framleiðsluráð ákveðið að
greiða 13 kr uppbót á kg kjöts í nóvember og kr 3 á kg til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð
upp frá því, fram tii apríl (Ari Teitsson, 1997). Þetta eykur mjög hagkvæmni vetrareldisins,
samanber töflu hér að framan, hagnaður '96.
1. Neysla á fersku dilkakjöti, kindakjöti, virðist vera að aukast og neytendur taka því
vel.
2. Framleiðendur verða að fylgja því eftir og framleiða fyrir markaðinn.
3. Fyrstu viðbrögð markaðarins eru að koma í Ijós, samanber hærra verð fyrir ferskt
dilkakjöt í júlí og ágúst sl. sumar og verðlagning Framleiðsluráðs á kjöti, slátruðu
eftir 1. nóvember
4. Leggja verður mikla áherslu á að kjöt sem sett er á markað utan hefðbundins slátur-
tíma sé hágæða kjöt, bæði hvað varðar fitu og holdfyllingu í lærum og á hrygg.
Annars missa neytendur trú á afurðinni.
5. Verði kjöt markaðssett sem jólalömb þarf að skilgreina hvað átt er við. Aldur, þyngd,
fituhula o.s.frv. Páskalömb eru víða erlendis skilgreind sem lömb innan við 3ja
mánaða gömul við slátrun. Eigum við að fylgja þeirri skilgreiningu, eða einhverri
annarri? Á páskalömbum eru strangar kröfur um gæði, t.d. um holdfyllingu, m.a.
vegna þess að lömbin eru afar ung og þurfa því að vera í stöðugum vexti allan vaxtar-
tímann.
6. Bændur sem hafa aðstöðu til geta aukið tekjur sínar með eldi á lömbum fram eftir
vetri. Hagnaðurinn minnkar eftir því sem líður á veturinn, en það fer þó eftir því
hversu vel tekst til að láta lambið vaxa. Hraðari vöxtur þýðir færri FE á kg vaxtar-
auka og þar með hagkvæmari framleiðslu.
7. Hægt er að hugsa sér að innleiða nýjar, gamlar, kjöttegundir, s.s. sauðkjöt. Nokkrir
bændur virðast trúa því að hægt sé að gera sauðakjötsframleiðslu arðbæra. Er þá
verið að ræða um slátrun fyrri hluta sumars áður en dilkakjöt kemur á markað, í síðari
hluta júní og fyrri hluta júlí. Kjötmatið þarf þá að viðurkenna sauðakjöt sem gæða-
vöru.
8. Hugsanlega eiga bændur sem vilja framleiða dilkakjöt á rnarkað eftir 1. nóvember og
fram á vor að láta bera seinna, m.a. til að færa kostnað yfir á „framleiðsluárið“ og til
að vera með yngri lömb sem minni hætta er á að fitni.
9. Þeir sem vilja vera á snemmsumar markaði gætu e.t.v. látið bera fyr og mjólkað
ærnar síðari hluta sumars?