Ráðunautafundur - 15.02.1997, Page 71
63
hér eru til að uppfylla margvíslegar gæðakröfur. Þá er og ljóst að það er fremur á grundvelli
gæða en verðs sem íslenskar landbúnaðarvörur eru samkeppnishæfar. Þar er sauðfjárrækt
meðal álitlegustu greinanna og verður hér greint í stuttu máli frá þeim tveim opinberlega
viðurkenndu leiðum til umhverfisvottunar sem bæði bændur og afurðarstöðvar geta farið, þ.e.
lífrænni vottun annars vegar og vottun á vistrænu millistigi á milli lífræns og almenns bú-
skapar hins vegar (2).
LÍFRÆN SAUÐFJÁRRÆKT
í lögum nr. 162/1994 og reglugerð nr. 219/1995 um lífræna landbúnaðarframleiðslu er að
finna ýmis ákvæði sem varða vottaða lífræna sauðfjárrækt. Þá liggja fyrir reglur þær sem
vottunarstofurnar vinna eftir en þær skulu uppfylla lágmarkskröfur laga og reglugerðar. Tvær
vottunarstofur hafa öðlast starfsleyfi frá landbúnaðarráðuneytinu og faggildingu frá Lög-
gildingarstofunni. Önnur þeirra, Vottunarstofan Tún í Vík í Mýrdal, sem starfar að breskri
fyrirmynd, hóf vottun á liðnu ári er hin, Vistfræðistofan í Reykjavík, sem starfar að sænskri
fyrirmynd, er að hefja vottunarstarfsemi um þessar mundir. Bændur og vinnslustöðvar greiða
allan kostnað við eftirlit og vottun. Við aðlögun að lífrænum búskap er unnið eftir áætlun og
samningi við vottunarstofu sem annast eftirlit með starfseminni. Heimilt er að taka til aðlög-
unnar hluta jarðar eða tiltekna búgrein, t.d. íjárbú, þótt annar búskapur sé hefðbundinn. Af
þeim 20 bændum sem hlotið hafa lífræna vottun hér á landi eru 3 með vottuð fjárbú, allir á
Suðurlandi. Sláturfélag Suðurlands hefur fengið vottun til slátrunar á Selfossi og var þar
slátrað 50 dilkum haustið 1995 og 200 dilkum haustið 1996 frá tveim bæjum í Mýrdal. Hag-
kaup seldi kjötið ferskt. Verð til bænda var 15% hærra og verð til neytenda 5% hærra en fyrir
annað dilkakjöt, sem er minni verðmunur en almennt tíðkast erlendis. Þar er reyndar markaður
fyrir lífrænar búfjárafurðir ekki eins vel þróaður og fyrir grænmeti. Lífrænt vottað dilkakjöt
hefur ekki enn verið flutt út en ÁFORM, átaksverkefni, hefur fengið vísbendingar um markaði
fyrir það. ÍSTEX hefur áhuga á lífrænt vottaðri ull en magnið er enn of lítið til þess að raun-
hæft sé að taka hana í verksmiðjuvinnslu. Þar sem vottaðar lífrænar afurðir teljast sérvörur
hafa sauðfj árframleiðendur í lífrænum búskap farið þess á leit við landbúnaðarráðuneytið að
vottað lífrænt kindakjöt verði undanþegið útflutningsskyldu með breytingum á 2. gr. reglu-
gerðar um útflutning á kindakjöti, nr. 422/1996. Þess ber að geta að skv. 6. gr. þeirrar reglu-
gerðar endurgreiðist strax útflutningsgjald á kjöt sem hefur lífræna vottun. Ljóst er að öflun
vottaðs lífræns vetrarfóðurs er helsti annmarkinn á aðlögun sauðfjárbúa hér á landi þar sem
notkun tilbúins áburðar er ekki heimil í lífrænum búskap (3,4). Því má ætla að hin smærri fjár-