Ráðunautafundur - 15.02.1997, Page 72
64
bú, einkum í blönduðum búskap, og fjárbú á jörðum með engjaslægjur séu í bestri aðstöðu til
að hefja aðlögun að lífrænum framleiðsluháttum. Um er að ræða nýsköpun sem getur bætt
ímynd búgreinarinnar og styrkt markaðsstöðu sauðfjárafurða (5). Það fer að sjálfsögðu eftir
markaðnum hvort hærri framleiðslukostnaður skilar sér í verðinu. Mikið gæti munað um að-
lögunarstyrki, m.a. vegna eftirlits- og vottunarkostnaði, en þeir eru nú greiddir í öllum ná-
grannalöndum okkar. Tillögur vinnuhóps þar að lútandi voru afhentar stjórn Bændasamtaka
íslands í desember sl. og verða þær væntanlega til umfjöllunar og afgreiðslu á Búnaðarþingi
1997 síðar í þessum mánuði.
VISTRÆN SAUÐFJÁRRÆKT
í reglugerð nr. 89/1996 um sértækt gæðastýrða íslenska landbúnaðarframleiðslu, sett sam-
kvæmt heimild í 67. gr. laga nr. 124/1995 um breytingu á búvörulögum, er fjallað um sauð-
fjárafurðir í 1. viðauka. Svo sem kemur fram í markmiðslýsingu er í reglugerð þessari lýst sér-
tækri gæðastjórnun og eftirliti til að tryggja uppruna búíjár og nytjajurta þannig að afurðirnar
uppfylli kröfur sem gerðar eru til „vistrænna landbúnaðarafurða". Hér er því um að ræða um-
hverfistengda gæðastýringu sem þó gerir mun minni kröfur en gerðar eru í lífrænum búskap,
m.a. leyfð notkun tilbúins áburðar. Kröfumar eru þó það miklar að talið er að þær geti skipt
máli, a.m.k. á erlendum mörkuðum, og þá sérstaklega hvað varðar sauðfjárafurðir. Til dæmis
skal hver kind vera merkt og skýrslufærð eins og á lífrænum sauðfjárbúum. Lögð er megin
áhersla á að afurðirnar séu hreinar og ómengaðar, þ.e. fénu hafi aldrei verið gefnir hormónar
eða vaxtarhvetjandi efni né alið á fóðri, sem hefur verið meðhöndlað með skordýraeitri eða ill-
gresiseyði, og tiyggt sé að lömb hafi ekki fengið sýkla- og sníklalyf eftir tveggja vikna aldur.
Þá skal gengið úr skugga um að rétt sé staðið að fóðrun og aðbúnaði sem felur í sér að beit sé
viðunandi. Aftur á móti eru þar ekki ákvæði sem lúta beint að gróður- og jarðvegsvernd, sbr.
reglur um lífræna búskaparhætti, og hefur það sætt nokkurri gagnrýni. Það hlýtur þó ætíð að
verða matsatriði hve umhverfiskröfur eiga að vera miklar í slíkri millistigsvottun sem ekki
miðast við alþjóðlegan ramma eins og lífrænu reglurnar gera. Eftirlitsaðilar með sértækt
gæðastýrðri framleiðslu eru búnaðarráðunautar og dýralæknar og veitir landbúnaðaráðuneytið
framleiðslu, vinnslu- og dreifingaraðilum leyfi að fenginni umsögn og skulu þeir greiða allan
kostnað við úttekt, eftirlit og viðurkenningu. í júní sl. beittu yfirdýralæknisembættið og land-
búnaðarráðuneytið sér fyrir námskeiði fyrir eftirlitsaðila og sóttu það 16 búnaðarráðunautar og
10 dýralæknar. Flestir þeirra hafa sótt um og fengið viðurkenningu landbúnaðarráðuneytisins.
Á síðastliðnu hausti var landbúnaðarráðuneytið búið að veita 96 sauðíjárbændum og einu