Ráðunautafundur - 15.02.1997, Page 73
65
sauðfjársláturhúsi heimild til framleiðslu og vinnslu sauðfjárafurða samkvæmt reglum um sér-
tæka gæðastýringu. Kjöt var þó hvorki merkt né markaðssett samkvæmt þessu kerfi á liðnu
hausti, en væntaniega gerist það í haust. ÍSTEX er til viðræðu um að taka ull frá slíkum búum
til sérvinnslu og markaðssetningar, en þá þarf magnið að vera töluvert til þess að slíkt sé raun-
hæft. Á þetta þyrfti að reyna sem allra fyrst því að ljóst er að fjöldi sauðfjárbænda gæti upp-
fyllt reglurnar og sennilega gætu flestar afurðarstöðvarnar fengið viðurkenningu. Um endur-
greiðslu útflutningsgjalds gildir sama ákvæði og fyrir lífrænt vottað kindakjöt, svo sem áður
var greint frá.
LOKAORÐ
Markaður fyrir umhverfisvottaðar búvörur er lítt þróaðar hér á landi miðað við það sem hefur
verið að gerast í nágrannalöndunum, einkum síðastliðinn áratug. Með vaxandi umhverfis- og
gæðavitund má gera ráð fyrir aukinni eftirspum eftir vottuðum lífrænum landbúnaðarafurðum,
merki þess sjást nú þegar. Ástæða er til að ætla að neytendur kunni einnig að meta vörur með
viðurkennd gæði samkvæmt reglum um sértæka gæðastýringu eftir því sem verð og kaupgeta
leyfir. Þessi sóknarfæri eiga íslenskir sauðfjárbændur og afurðastöðvar að nýta sér sem allra
fyrst. Um er að ræða viðleitni til nýsköpunar sem gæti aukið arð af sauðfjárræktinni.
HEIMILDIR
1. Ólafur R. Dýrmundsson (1994). Líffænn landbúnaður. Freyr 90 (10), 366-369.
2. Ólafur R. Dýrmundsson (1996). Umhverfistengd gæðastýring. Kynning á reglum um sértækt gæðastýrða fs-
lenska landbúnaðarframleiðslu með áherslu á umhverfisvernd. Freyr 92 (3), 110-111.
3. Lfffænn búskapur - fagleg staða og horfur. Freyr 91 (6) 1995, 257-263. Nefndarálit vinnuhóps sem í voru
Friðrik Pálmason, Kristján Oddsson, Magnús Ágústsson, Magnús Óskarsson, Níels Árni Lund og Ólafur R.
Dýrmundsson.
4. Ólafur R. Dýrmundsson (1996). The potential of organic agriculture undir Icelandic conditions. Inter-
national Federation of Organic Agricultural Movements llth Scientific Conference, ifoam ‘96
Copenhagen, Denmark, 11-15 August 1996 (Fjölrit 11 bls.).
5. Ólafur R. Dýrmundsson (1995). Lífræn sauðfjárrækt. Sauðfjárræktin 13. árg., 269-280.