Ráðunautafundur - 15.02.1997, Page 75
67
• Lækkandi raunverðs afurða (á innanlandsmarkaði og útflutningsmarkaði).
• Minnkandi greiðslumarks.
• Minnkandi „aðrar tekjur" af búrekstri.
1. talla. Afkoma á sauðfjárbúum 1991-1995; sömu 37 bú. Fjárhæðir í þúsundum króna á verðlagi ársins 1995.
1991 1992 1993 1994 1995
Fjöldi vetrarfóðraðra kinda 276 295 280 275 279
Greiðslumark alls 317 304 296 268 267
- þ.a. sauðfé 313 303 295 268 267
Búgreinatekjur 3.136 3.001 2.781 2.573 2.490
- þ.a. sauðfé 2.896 2.798 2.639 2.477 2.371
Breytilegur kostnaður 1.078 975 956 878 833
Fóður 186 130 97 83 102
Áburður og sáðvörur 387 335 304 278 236
Rekstur búvéla 165 135 163 164 135
Rekstrarvörur 137 150 150 133 132
Þjónusta 202 222 240 222 229
Framlegð 2.059 2.026 1.826 1.694 1.657
Fastur kostnaður 641 648 648 614 634
Afskriftir 411 418 472 404 405
Fjármagnsliðir 230 186 255 159 166
Aðrar tekjur 217 398 238 97 137
Hagnaður fyrir laun eigenda 994 1.172 691 614 588
Hagnaður 0-búgreina 87 73 123 118 68
Samtals 1.081 1.245 813 732 656
Hagnaður af búrekstri, % af veltu 29,6% 34,5% 22,9% 23,0% 22,4%
Framlegðarstig 65,6% 67,5% 65,7% 65,9% 66,6%
Heimild: Hagþjónusta landbúnaðarins.
BREYTILEGUR KOSTNAÐUR
Stóra spumingin sem brennur á þeim sem byggja afkomu sína á sauðfjárrækt er svo hvort ein-
hverjar leiðir séu færar út úr þeirri kreppu sem þessi búrekstur er kominn í. Breytilegur kostn-
aður er hlutfallslega lítill í rekstri sauðfjárbúa, eða um 33,5% af búgreinatekjum og 32% af
heildartekjum búsins. Þetta þýðir með öðrum orðum að lækkun breytilegs kostnaðar um 182
kr/kind (10 kr á kg og 18,2 kg eftir kindina) skilar tæplega 51 þúsund krónum í aukinn hagnað
fyrir laun eigenda á búi með um 280 kindur, en það er nálægt meðalstærð sauðfjárbúa sem
koma til uppgjörs í búreikningum hjá Hagþjónustu landbúnaðarins.
SAUÐFJÁRLÍKAN
Hagþjónusta landbúnaðarins hefur unnið upp „líkan“ fyrir sauðfjárbú þar sem möguleiki gefst
til að skoða áhrif breytinga í búrekstri á afkomu. Upphaflega óskaði sexmannanefnd eftir því
við Hagþjónustu landbúnaðarins að gera úttekt á rekstrarkostnaði við kúabú og síðar sauðfjár-