Ráðunautafundur - 15.02.1997, Page 76
68
bú. Lagt var mat á stofnkostnað út frá búreikningum annars vegar og hins vegar mati sér-
fræðinga og bænda á rekstrarkostnaði (áburðarþarfir, fóðurþarfir, stofn- og viðhaldskostnaður
o.s.frv.). Tekju- og kostnaðarliðir voru síðan tengdir við stærð bústofns. Þetta verkefni (líkan)
hefur síðan verið þróað áfram og gefur það ágæta möguleika til að skoða áhrif ýmissa
breytinga, t.d. bústærðar og verðs aðfanga og afurða á afkomu búsins.
Rétt er að taka fram að umrætt líkan er enn á þróunarstigi og af tæknilegum ástæðum
frekar vandmeðfarið. Þá er einnig fjarri því að tekist hafi að taka tillit til allra þátta. Akveðnir
liðir fasts kostnaðar taka t.d. ekki sjálfkrafa breytingum. Líkanið gefur möguleika á að vinna
annars vegar með rauntölur (einstök bú eða niðurstöður úr búreikningum) og hins vegar með
fyrirfram uppsettar forsendur um fjölda búfjár, afurðasemi, kostnað og afurðaverð. Nauðsyn-
legt er að undirstrika að niðurstöður útreikninga í líkani af þessu tagi eru aldrei annað en spá
þar sem forsendur eru á mistraustum grunni byggðar. Með þessum hætti gefst þó kostur á að
glöggva sig á megináhrifum breytinga á rekstrinum og eins á áhrifum utanaðkomandi þátta,
s.s. verðbreytinga á afurðum eða aðföngum.
í fyrirlestrinum verður gengið út frá búi með 370 vetrarfóðraðar kindur og 349,1 ærgildi
í greiðslumark. í þessari stöðu er gert ráð fyrir að nýting fastafjármuna (véla, húsa, ræktunar
o.s.frv.) sé 60%. Útflutningsskylda er 19% af framleiðslunni.
Síðan verða útfærð önnur dæmi:
1. Nýting fastafjármuna 100% og búið stækkað í 616 vetrarfóðraðar kindur við óbreytt
greiðslumark. Framleiðsla af fjölgun kinda fer öll í útflutning, auk 19% eins og áður.
2. Sama og áður nema skilyrðum vegna útflutningsskyldu er breytt og fara nú 19% af
allri framleiðslu í útflutning.
3. Sett markmið um að ná 3.000.000 kr í hagnað fyrir laun eigenda.
NIÐURSTÖÐUR
Afkoma í sauðfjárrækt hefur versnað mjög á síðastliðnum árum. í þeirri stöðu sem við blasir
er Ijóst að til að tryggja afkomu þeirra sem hana stunda og jafnframt að koma í veg fyrir verð-
fa.ll á eignum þeirra verður að koma til endurskipulagning í greininni. Auka má afrakstur
búanna með því að fjölga kindum til að ná betri nýtingu á föstum kostnaði, en lágt verð á
kindakjöti til útflutnings, um þessar mundir, gerir þennan kost þó ekki rnjög aðlaðandi.
Spurningin sem eftir stendur ósvarað er: Munu sauðfjárbændur framtíðarinnar hafa megin-
hluta tekna sinna af annarri starfsemi/vinnu eða eru færar leiðir til að breyta afkomu búgrein-
arinnar á þann veg að grundvöllur skapist fyrir rekstri sérhæfðra sauðfjárbúa?