Ráðunautafundur - 15.02.1997, Page 85
77
Internet notast nær eingöngu við hið almenna símkerfi og er byggt upp með sérstökum hætti
innan þess. Það heyrir til undantekninga að stórir notendur setji upp eigin lagnir eða að notast
sé við þráðlausa samskiptatækni.
Á síðustu árum hefur allur búnaður til að nálgast efni á netinu orðið mun þægilegri í
meðförum. Til að tengjast netinu þarf tölvu með helst 8 Mb vinnsluminni, harðan disk og
mótald. Flestir einstaklingar tengjast netinu í gegnum miðlara, sem afhenda nauðsynleg forrit
og úthluta netfangi fyrir tölvupóst notandans (t.d. ,,notandi@miðlarinn.is“). Viljir þú opna
heimasíðu á vefnum þá er næsta víst að hagkvæmast er að vista hana hjá miðlaranum, sem út-
hlutar þá einnig veffangi (t.d. http://www.miðlari.is/~notandi). Með ákveðnum forritum getur
þú breytt heimasíðu þinni hvenær sem er. Til þess þarf ekki mikla þekkingu. Þessi aðferð er
góð í fyrstu og gagnast flestum smærri aðilum.
TÆKI, TÓL OG BÚNAÐUR.
Internet er myndað af nokkrum notkunarleiðum:
• Tölvupósturinn (E-mail) er algengasta notkunin, en með honum er hægt að senda
skilaboð á svipstundu milli þeirra sem tengdir eru. Netfang einstaklings er oftast
„pósthólf ‘ hjá miðlara. Með músarsmelli má endursenda skilaboðin með viðbót og
jafnvel senda afrit til fyrirfram ákveðinna einstaklinga. Engar samræmdar netfanga-
skrár eru enn til og því er stundum fljótlegra að hringja í viðkomanda og sérstaklega
ef maður veit ekki hvort hann skoði póstinn sinn með hæfilegu millibili.
• Póstlistar (mailing list) eru áskrifendalistar eftir tilteknum upplýsingum og getur
sendandi því með einu handtaki sent öllum áskrifendum tiltekið efni í tölvupósti.
• Fréttahópar (UseNet) eru einskonar „fréttatöflur", sem er tengdar ákveðnum mál-
efnum og þú leitar sjálfur uppi. Stofna má sérstaka fréttahópa og reyna að hafa þar
málefnaleg samskipti, en margir fréttahópar eru einskis virði. Yfirlit um ýmsa erlenda
póstlista og fréttahópa er á netinu (http://www.liszt.com).
• Umræðuhópar (IRC - Internet Relay Chat) eru í raun „samkvæmisrásin", því að þar
er hægt að skiptast á skoðunum í sömu andrá. Þessar rásir geta verið „opnar“,
„lokaðar" og „leynilegar“ og þar fer iðulega fram hnitmiðuð umræða sérhæfðra hópa.
• Skráarmiðlari (Ftp - file transfer protocol) er staðalaður samskiptaháttur í þeim til-
gangi að flytja skrár og skráarsöfn á milli tölva. Skráarmiðlarar eru t.d. notaðir þegar
notandi ætlar að breyta heimasíðu sinni hjá miðlara, en hann þarf að sjálfsögðu að
gefa upp notendanafn og lykilorð.