Ráðunautafundur - 15.02.1997, Page 87
79
sendendur og viðtakendur í gagnvirku samandi. Miðlun um internet er mjög hröð og tiltölu-
lega ódýr hvaðan og hvert sem er. Efnið sem birtist okkur á interneti er af jafn fjölbreyttum
toga og það sem fyrir augu ber við húsrannsókn í fjölbýlishúsi. Sum staðar er öllu haganlega
fyrir komið en annars staðar er allt á tjá og tundri, og ef hvorki er verið að leita að einhveiju
sérstöku né leitin skipulögð þá er borin von að nokkuð finnist, jafnvel með aðstoð „leitar-
hunda“. Fyrir þá sem eru hnýsnir kann þetta að vera áhugavert. Internetið (vefurinn) hefur hins
vegar þann sérstaka eiginleika að allt það sem fyrir augu bar og áhuga vakti getur hver og einn
„sótt“ og sett upp í sitt eigið skipulag án þess að færa neitt úr stað. Hver og einn getur því
raðað í kringum sig því efni sem honum hentar, ef það er á annað borð til. Með sama hætti
geta stofnanir og samtök dregið að áhugavert efni inn á heimasíður sínar, sem gæti verið gagn-
legt þeim sem til þeirra leita. Með þessum einfalda hætti aðstoðar hver annan við heimildarleit
á vettvangi sem bundinn er sérstöku áhugasviði hans.
TIL HVERS MÁ NOTAINTERNET?
Notkun tölvutengdra upplýsingakerfa hefur aukist hröðum skrefum undanfarin ár. Erlendis
hafa staðið yfir tilraunir með notkun þeirra í stjómsýslu og víða hefúr náðst að koma á ein-
faldara starfsskipulagi við öflun, úrvinnslu og miðlun upplýsinga, sem hefur leitt til betri
þjónustu á lægri einingarverðum. Þessi árangur er ávöxtur af miklu þróunarstarfi, sem að
miklum hluta er orðin almenningseign. Þeir sem aðeins hafa kynnst interneti sem leikfangi eru
eðlilega vantrúaðir á notagildi þess í stjómsýslu. Benda má á að internet varð upphaflega til í
háskóla- og rannsóknastofnanaumhverfi í þeim eina tilgangi að samnýta upplýsingar með
bættri samskiptatækni.
Mikil notkun internets á íslandi er nokkuð afmörkuð við einstaklinga, hópa og fyrirtæki,
sem eru almennt opin fyrir nýjungum á tölvusviði. Nokkrar opinberar stofnanir og samtök
hafa ánetjast, en miklu fleiri bíða átekta þar sem markhópa þeirra er tæpast að leita á netinu.
Öll tæknileg skilyrði eru til að beita intemeti í mun ríkara mæli en gert hefur verið, en nokkuð
skortir á inntakslega þróun.
Full ástæða er til að hvetja stofnanir til að byrja strax með litlum upphafskostnaði að
stíga sín fyrstu skref í notkun tölvutengdra upplýsingakerfa, bæði til að styrkja innra starf og
þjónustu við notendur/viðskiptavini. í litlum tilraunaverkefnum geta þátttakendur deilt
reynslu sinni og lært hver af öðmm. í tilraunastarfi er hægt að sannreyna góðar vinnuaðferðir
og stuðla að því að þær verði teknar upp með því að búa til staðlaðar fyrirmyndir sem tengdir
og skyldir aðilar geta lagað að sér. Á þessu sviði er sjálfsagt að læra af reynslu þeirra sem
lengra em komnir og aðlaga bæði hugmyndir og aðferðir íslenskum aðstæðum.