Ráðunautafundur - 15.02.1997, Page 92
84
RÁÐUNAUTAFUNDUR 1997
Margmiðlun
Bragi Halldórsson
IO-InterOrgan
HVAÐ ER MARGMIÐLUN ?
Margmiðlun er að nota mismunandi form og aðferðir, eins og texta, grafík, hljóð og
hreyfimyndir, til þess að segja það sem segja vill. Sjónvarp er sem dæmi margmiðlun, þar er
blandað saman texta, hljóði, hreyfimyndum og kyrrmyndum. Sjónvarpið, margmiðlunardiskar
(CD-ROM) og Intemetið eru eins að því leyti að þetta em miðlar ummyndana, þar sem hvert
form vinnur hvort með öðra, allt eftir því hvemig best er að koma því sem segja þarf til skila.
Það sem aftur á móti greinir netið og CD-ROM diska ffá sjónvarpinu er gagnvirknin. Val
skoðandans.
HVAÐ ER GAGNVIRKNI ?
í víðasta skilningi þess orðs er gagnvirkni sú aðferð að gefa notandanum vald yfir því hvað
birtist honum á skjánum í gegnum forritaða möguleika. Þetta getur verið allt frá einföldu
valblaði með nokkram möguleikum til heilu þrívíddar heimanna með lifandi samskiptum við
annað fólk. Á Intemetinu eram við með miðil þar sem margir miðla mörgum, það er
aðalmunurinn á Netinu og annarri Margmiðlun þar sem einn (til dæmis sjónvarp) miðlar
mörgum með mörgum aðferðum. í hvers konar starfi þar sem þátttakendumir era að vinna
hver á sínum stað, en þurfa að hafa aðgang að niðurstöðum hvers annars, þá er Netið sterkasta
tækið. Hver einstaklingur fyrir sig setur inn sinn þátt og hefur aðgang að öllu sem inn er sett,
sem sagt margir miðla mörgum.
Helstu formin era tvö:
I. Margmiðlunardiskar (CD-ROM). Sem miðill er margmiðlunardiskurinn búinn að
festa sig í sessi. Möguleikar hans hafa aftur á móti ekki enn verið nýttir til fulls.
Vinsældir og uppbygging netsins hafa hægt á þróun hans, en þróun netsins vinnur þó
líka með honum því sömu forrit og tæki era oft notuð við vinnslu hvors tveggja.
Þannig er mikilvægt að hafa í huga við vinnslu fyrir annað hvort formið að geta nýtt
þá vinnu með sem minnstum tilkostnaði og fyrirhöfn í hitt formið. Margmiðlunar-
diskurinn hefur aftur á móti yfirburði yfir netið hvað gagnaflutning varðar. Hreyfi-
myndir og hljóð era þung á netinu þannig að hann er frekar valinn ef nota á mikið af