Ráðunautafundur - 15.02.1997, Page 96
88
RÁÐUNAUTAFUNDUR 1997
Stefna Bændasamtakanna í tölvumálum
Jón Baldur Lorange
Bœndasamtökum íslands
Óvíða ef nokkurs staðar mun vera eins ör þróun og í tölvutækninni um þessar mundir. Á að-
eins tveimur áratugum frá því einmenningstölvubyltingin hófst hefur framþróunin verið
göldrum líkust. Tölvutæknin tekur sífelldum breytingum, sem hefur áhrif á starfsumhverfi
fyrirtækja í öllum greinum þjóðfélagsins. Stefnumörkun í tölvumálum er þar af leiðandi við-
mikið og vandsamt verk.
Undirritaður hóf störf, sem umsjónarmaður tölvumála hjá Búnaðarfélagi íslands, um
mitt ár 1991. Á þeim tíma var tölvukostur félagsins fábrotinn. Örfáir starfsmenn höfðu yfir að
ráða einmenningstölvu og búnaðarsambönd höfðu engan tölvuaðgang að tölvukerfi félagsins.
Tölvukerfið byggðist upp á miðlægum fjölnotendatölvum, sem náðu ekki út fyrir tölvu-
deildina. Mestöll tölvuþróun hafði verið í uppbyggingu forrita fyrir vinnslu á skýrsluhaldi á
landsvísu, þ.e.a.s. miðlægri skráningu og úrvinnslu. Vissulega þjónuðu þessi kerfi ágætlega
tilgangi sínum, sem var að reka sameiginlega skýrsluhaldsþjónustu. Það var hins vegar kall
tímans að gera gögn aðgengileg fyrir sem flesta og hefja smíði á notendavingjarnlegum for-
ritum fyrir einmenningstölvur bænda og búnaðarsambanda. Fyrsta skrefið í þá átt var stigið
árið 1989 með ákvörðun um forritun á bókhaldsforritinu Búbót fyrir bændur og búnaðarsam-
bönd.
Þáverandi stjórn Búnaðarfélagsins með Jón Helgason, formann félagsins, og Jónas Jóns-
son, búnaðarmálastjóra, í broddi fylkingar ákvað að gera myndarlegt átak í tölvumálum fé-
lagsins. Einmenningstölvuneti skyldi komið upp fyrir allt starfsfólk, bændum skyldi útveguð
hagnýt forrit og byggja skyldi brú með tölvusamskiptum milli búnaðarsambanda og Búnaðar-
félagsins. Það kom svo í hlut undirritaðs, sem naut aðstoðar fjölmargra annarra, að koma
þessari stefnu í framkvæmd.
Það hefur verið stefna eða markmið Búnaðarfélagsins, og nú Bændasamtakanna, að út-
vega bændum hugbúnað sem hjálpartæki við búskapinn. Það hefur ekki skipt máli með hvaða
hætti sá hugbúnaður er fenginn (þó ekki stolinn!), þ.e. hvort hann hefur verið smíðaður í
tölvudeildinni, smíðaður af verktaka samkvæmt kröfulýsingu tölvudeildarinnar eða keyptur að