Ráðunautafundur - 15.02.1997, Blaðsíða 103
95
RÁÐUNAUT AFUNDUR 1997
Kynning á forritum BÍ
Jón Baldur Lorange
Bœndasamtökum Islands
í fyrirlestri þessum ætla ég að kynna þann hugbúnað sem Bændasamtök íslands hafa upp á að
bjóða í dag og þjónusta fyrir búnaðarsambönd og bændur. Þessi forrit eru eftirfarandi:
1. Bókhaldsforritið Búbót.
2. Fjárvís, fyrir sauðfjárbændur.
3. Fengur, fyrir hrossaræktendur.
4. Svínakerfið, fyrir svínabændur.
5. DanMink/Fox, fyrir loðdýrabændur.
6. „Bedriftlosning for kvæg” til gerðar fóðuráætlana fyrir kúabændur.
7. Reki, til að halda utan um rekavið.
8. Jarðabókin, uppflettiforrit fyrir lögbýli landsins.
9. Jarðræktarforrit með túnabók og áburðaráætlunargerð.
10. Samanburðarforrit fyrir bókhald.
11. Handbók ráðunauta með hagnýtum upplýsingum fyrir ráðunauta.
Ég mun nú fjalla um hvert og eitt forrit, stöðu þeirra, helstu virkni og tilurð.
1. Búbót, forrit fyrir bókhald og skattskýrslugerð. Forritið er samið í Borland Pascal.
Gagnaskrár eru á Paradox formi. Notendaviðmót er í gluggaumhverfi í Dos (Object Profes-
sional) með fellivalmyndum, samtalsgluggum og músar- og lyklaborðsstýringu. Verktaki var
Ingólfur Helgi Tryggvason hjá Hugmóti ehf. Vinna hófst við forritið árið 1989 og á þessu ári
kom út útgáfa 3.7 af forritinu. Notendur Búbótar eru í dag rúmlega 600 talsins, en einnig er
notkun Búbótar í bókhaldsþjónustu við bændur orðið verulegur þáttur í starfsemi búnaðarsam-
banda um allt land. Um Búbótina ætla ég ekki að fjalla um nánar, enda hefur forritið margoft
verið kynnt hér á ráðunautafundum.
2. Fjárvís er afurða- og ættabókhaldsforrit fyrir sauðfé og er það samið með hliðsjón af
skýrsluhaldi fjárræktarfélaganna. Forritið er samið í Clipper. Hjálmar Ólafsson, bóndi í Kár-
dalstungu, hefur séð um alla forritun samkvæmt kröfulýsingu samráðshóps um forritun í sauð-
fjárrækt. í samráðshópnum eru Sólrún Ólafsdóttir, sauðfjárbóndi á Kirkjubæjarklaustri II,
Gunnar Þórarinsson, héraðsráðunautur í Vestur-Húnavatnssýslu, Jón Viðar Jónmundsson, bú-
fjárræktarráðunautur BÍ, Ólafur R. Dýrmundsson, sauðfjárræktar- og landnýtingarráðunautur
BÍ og undirritaður, sem er verkefnastjóri. Nokkrar prófunarútgáfur komu út á árinu 1993 og