Ráðunautafundur - 15.02.1997, Page 110
102
FORSENDUR NYTJASKÓGRÆKTAR
Faglegar forsendur fyrir nytjaskógrækt miðast einkum við að ákveðinn viðarvöxtur sé mögu-
legur á nytjategundum á viðkomandi svæði, en það er fyrst og fremst háð veðurfari. Þeir veð-
urfarsþættir sem mestu máli skipta eru sumarhlýindi, hægviðrisdagar og tiltölulega stöðugt
vetrarveður. Þessar aðstæður finnast frekar inni til landsins en úti við sjávarsíðuna. Þegar
komið er upp fyrir 200-300 m hæð eru sumur þó yfirleitt orðin of stutt fyrir nytjaskógrækt.
Jarðvegsskilyrði skipta minna máli því yfirleitt er hægt að velja trjátegundir og undirbúnings-
aðgerðir sem gera kleift að rækta nytjaskóg á flestum jarðvegsgerðum. Þó er erfitt að eiga við
mjög þurrt land.
Miðað er við að meðalviðarvöxtur yfir vaxtailotu (sem er 80-120 ár) sé a.m.k. 3
m ’/ha/ári, sem gefur a.m.k. 2% innri vexti. Aðaltegundir til timburframleiðslu eru rússalerki á
Norður- og Austurlandi og sitkagreni á Suður- og Vesturlandi, en þær ná víða framleiðslu upp
á 4-10 m'Vha/ári. Stafafura, blágreni, hvítgreni og sitkabastarður eru gróðursettar til timbur-
framleiðslu á minni blettum og innan um aðaltegundirnar, en viðarvöxtur þeirra getur verið á
bilinu 3-5 m3/ha/ári. Alaskaösp, rússalerki og birki eru notuð sem fósturtré (til að veita skjól
og draga úr frostskemmdum) í ræktun grenis. Alaskaösp getur náð mjög miklum viðarvexti í
frjósömum jarðvegi og mun gefa af sér tekjur, en viður hennar er verðminni en viður barr-
trjánna. Sennilega munu rauðgreni, lindifura og e.t.v. hengibjörk bætast í hóp nytjatrjáa á
bestu svæðum á komandi árum. í jaðra eru ýmsar tegundir notaðar til að auka fjölbreytni,
einkum þó birki, reyniviður og víðitegundir. Alls staðar er í dag miðað við að blanda a.m.k.
tveimur tegundum í hverjum skógarreit í þeim tilgangi að draga úr mögulegu tjóni af völdum
affalla sem kunna að verða á einstökum tegundum, auka markaðsmöguleika og bæta ásýnd
skógarins.
Fyrir 1970 var ekki vitað hvort tré á íslandi næðu 3 m3/ha/ári lágmarksvexti, nema á
innanverðu Fljótsdalshéraði. Fleiri svæði bættust við sem nytjaskógasvæði eftir því sem þekk-
ing á vexti trjáa og skógræktarskilyrðum jókst. Kort Hauks Ragnarssonar yfir skógræktarskil-
yrði hefur verið notað sem grunngagn við ákvörðunaitöku um hvar styrkja skuli nytjaskóg-
rækt. En þótt komið hafi í ljós að tré nái lágmarksvexti víða utan skilgreindra nytjaskóga-
svæða hefur ekki verið tilefni til að færa út mörkin þar sem fjárveitingar hafa verið af skornum
skammti. Það gæti þó breyst á komandi árum.
Auk kröfu um viðarvöxt er gert ráð fyrir að nytjaskógur verði ræktaður á sem stærstu
samfeldum svæðum til að draga úr jaðaráhrifum og auka hagkvæmni í nýtingu þegar að henni
kemur.
j