Ráðunautafundur - 15.02.1997, Page 111
103
Félagslegar forsendur eru að skógræktin fari fram á bújörðum. í langflestum tilfellum er
um að ræða skógrækt á jörðum í ábúð samfara öðrum búrekstri. Á örfáum jörðum hefur annar
búskapur lagst af og í einstaka tilfelli býr landeigandinn í þéttbýli. Fyrirspurnir hafa borist um
það hvort menn séu gjaldgengir í ríkisstyrkta nytjaskógrækt ef þeir hafa t.d. keypt land í félagi
við aðra en eru ekki ábúendur. Hingað til hafa slíkir aðilar ekki verið styrktir, en engin fagleg
rök mæla þó gegn því að menn geti stofnað hlutafélag um kaup á landi til nytjaskógræktar,
fengið styrk og ræktað skóg. Þetta er frekar pólitísk spurning um hvort fjármagn til nytjaskóg-
ræktar sé fyrst og fremst til að rækta skóg eða fyrst og fremst til að styrkja bændur.
Hjá Héraðsskógum er 97% af stofnkostnaði við nytjaskógrækt styrktur, þ.e.a.s. allur
kostnaður við friðun lands, undirbúning lands, vegagerð, plöntukaup, flutning, gróðursetn-
ingu, áburðargjöf og íbætur. Nytjaskógræktarstyrkir frá Skógrækt ríkisins nema 80% af stofn-
kostnaði, þar sem friðun landsins er hlutur bóndans. Auk beinna styrkja sér Skógrækt ríkisins
um að kortleggja skógræktarsvæði og útbúa skógræktaráætlun fyrir hverja jörð, veita ráðgjöf
og hafa eftirlit með nytjaskógræktinni.
UMFANGí DAG
Undanfarin ár hefur 15 milljónum króna verið veitt beint til nytjaskógræktar á bújörðum ár-
lega í gegnum Skógrækt ríkisins og um 55 milljónir króna í gegnum Héraðsskóga. Þátttak-
endur eru nú um 70 bændur á Héraði og 60 í innanverðum Eyjafirði, uppsveitum Suðurlands,
Reykjadal í S-Þing. og örfáir í Borgarfirði og Skagafirði. Að meðtöldum Héraðsskógum voru
1,7 milljónir skógarplantna gróðursettar í ríkisstyrktri nytjaskógrækt á bújörðum á árinu 1996,
sem er um 40% af allri gróðursetningu í landinu.
SKJÓLBELTARÆKT
Þrátt fyrir að langt sé síðan sannað var að skjólbelti auki uppskeru og bæti vellíðan manna og
mállausra hefur takmörkuðu fjármagni aðeins nokkrum sinnum verið veitt til að styrkja skjól-
beltarækt, síðast kr. 3 milljónir árið 1995. Þeir peningar hafa verið notaðir til að hefja skjól-
beltarækt á 30 jörðum í Skeiðahreppi og auka við ræktun skjólbelta á 17 jörðum í Eyjafirði.
Markmiðið með að rækta skjólbelti á samfeldum svæðum frekar en á stökum jörðum er að
koma upp svæðisskjóli þar sem skjólbeltakerfi hefur mun meiri áhrif en stök belti.
Skjólbeltastyrkir nema um 65% af stofnkostnaði, þ.e.a.s. verkstjórn og efniskaup eru
styrkt en ekki er greitt fyrir friðun eða vinnu við jarðvinnslu, plastlagningu eða gróður-
setningu. Þannig eignast bóndi skjólbelti með vinnu sinni, en án teljandi fjárútláta. Skóg-