Ráðunautafundur - 15.02.1997, Page 115
107
þess skapast vinna við sögun, ýmsan úrvinnsluiðnað, sölumál og útflutning. Stefnt er að því að
sitkagreni verði uppistaðan í timburskógrækt, en sú tegund hentar vel til ýmiskonar iðnaðar-
nota.
Unnið verði markvisst að því að fella timburskógana að landslaginu þannig að þeir
stingi ekki í stúf við það heldur séu hluti af því, bæði til að fegra og um leið nýta sem best þær
jarðvegs- og landslagsaðstæður sem fyrir eru. Sem grundvöll fyrir þátttöku í þessum lið verk-
efnisins er gert ráð fyrir að lágmarksstærð skógargirðingar verði 25 ha hið minnsta.
í Iandbótaskógrækt verður fyrst og fremst lögð áhersla á vemdar- og landbótamátt
skógarins svo takast megi að byggja upp svæði sem álitin eru lakari í dag en önnur skóg-
ræktarsvæði, m.a. vegna vindafars. Með því er hægt að skapa skilyrði fyrir ræktun timbur-
skóga á stórum svæðum í framtíðinni sem afkomendur okkar geta notið góðs af. Sem grund-
völl til þátttöku í þessum lið verkefnisins er gert ráð fyrir að skógræktargirðing verði að vera
50 ha hið minnsta.
Skjólbelti verða einn þáttur í Suðurlandsskógum. Verður þeim skipt í tvo flokka, annars
vegar belti sem ræktuð eru í því skyni að auka hvers kyns uppskeru og skýla búfénaði og
mannvirkjum tengdum landbúnaði. Hins vegar belti sem hugsuð eru sem undanfari skóg-
ræktar á bersvæði. Þessi skjólbelti geta verið frá einni trjáröð upp í fimm til sex trjáraðir
(skógarjaðar) á breidd, allt eftir aðstæðum og hentugleik. Sem grundvöll fyrir þátttöku í
þessum lið verkefnisins er gert ráð fyrir að landeigandi verði að leggja út skjólbelti í minnst 30
ha lands, eða 5 kílómetra af skjólbeltum miðað við einfalda röð.
Stœrð og umfang
Áætlunin skal vera til 40 ára (sjá 1. mynd) og skiptast í fjögur tíu ára tímabil, og taka til að
minnsta kosti 15.000 ha lands til timburskógræktar, fyrst og fremst á vel grónu þurrlendi og á
framræstum mýrum, 10.000 km af skjólbeltum (miðað við einfalda plönturöð) og 20.000 ha
lands til landbótaskógræktar og þá fyrst og fremst á minna grónu þurrlendi og að einhverju
leyti á ógrónu landi.
Kostnaður við starfsemi Suðurlandsskóga greiðist úr ríkissjóði með sérstakri fjár-
veitingu og er áætlað að 97% samþykkts kostnaðar við skógrækt á lögbýlum verði greitt en þó
með kvöðum um endurgreiðslu til ríkissjóðs. Allt að 70% samþykkts kostnaðar við skjólbelta-
rækt verði greiddur.
Skógarbændur sem hafa til umráða jarðir, sem teknar eru til skógræktar samkvæmt
samningi við Suðurlandsskóga, skulu hafa forgang að vinnu á vegum verkefnisins á jörðum