Ráðunautafundur - 15.02.1997, Page 118
110
Eins og flestir átta sig á er þarna ekki um nein uppgrip að ræða fyrir þetta mikla vinnu,
en þó getur þetta stutt við það sem fyrir er.
Þar sem skógurinn gefur ekki beinar nytjar fyrr en eftir marga áratugi, eða jafnvel öld, þá
leiðist flestum að bíða eftir því, þar sem greiðslur fyrir að koma skóginum af stað koma að
sjálfsögðu bara fyrstu árin.
Og þá er enn komið að því að velta fyrir sér hvað fær bændur til að standa í þessu, því
að í mörgum tilfelllum hér sunnan- og vestanlands gætu þeir sem hafa yfir rúmu landi að ráða
haft mun meira upp úr því að leigja það til hrossabeitar.
Þarna getur að sjálfsögðu komið margt til. Almennt hefur áhugi á skógrækt aukist og
nær það jafnt til bænda sem annarra. En það sem veldur því m.a. að mun aðgengilegra er að
fást við skógrækt út um sveitir, a.m.k. á Suðurlandi, er að búskaparhættir og varsla búfjár er
gjörbreytt frá því sem var fyrir 10 til 20 árum. Flestar jarðir eru setnar, en sumstaðar lítið eða
ekkert búfé.
Ég held að það sé alveg ljóst að skógrækt geti ekki orðið annað en svokölluð aukabú-
grein í fyrirsjáanlegri framtíð, nema þar sem menn stunda hana sem sína einu búgrein en hafa
þá sitt framfæri af öðru. En ég trúi því að sem aukabúgrein geti skógrækt orðið mög heppileg
þegar til lengri tíma er litið. Þar á ég m.a. við þau störf sem geta skapast í kringum þessa
ræktun, því menn munu að sjálfsögðu leita leiða til að hafa tekjur af sínum skógarlendum á
einn eða annan hátt áður en fyrstu timbumytjar koma til. Ég orðaði það áðan svo að bændur
yrðu alltaf byrjendur, en auðvitað kæmi það til með að breytast þannig að á skógræktar-
svæðum mun verða til verkkunnátta bæði hjá bændum og öðrum sem e.t.v. vinna við þetta að
einhverju leyti árum saman.
Ég hef hér ekkert fjallað um þann hluta Suðurlandsskógaáætlunar sem snýr að skjól-
beltum, en þar tel ég að sé um mjög áhugaverðar jarðarbætur að ræða. Þar er m.a. gert ráð fyrir
að ná nokkrum jörðum saman þar sem skipulagt verður skjólbeltakerfi og það tel ég vera mjög
æskilegt.
Það eru ákvæði um það í lögum um Héraðsskóga, og einnig gert ráð fyrir því í þeim til-
lögum sem liggja fyrir um Suðurlandsskóga, að til endurgreiðslu komi í fyllingu tímans á
þeim fjármunum sem ríkissjóður leggur fram til nytjaskógræktar. Um þetta segir í tillögum að
Suðurlandsskógum að greiða skuli 15% af söluverðmæti timburs á rót.
í raun og veru hef ég fullar efasemdir um þetta atriði, þ.e.a.s. hvort það gengur upp að
halda utan um það í eitt til tvöhundruð ár hvaða skógar hafi verið styrktir og hverjir ekki. Ég
tel að þegar (ef) að því kemur að við förum að draga timbur með miklum gróða út úr