Ráðunautafundur - 15.02.1997, Page 121
113
Við viðarmælingar er yfirleitt mæld hæð trés (H) og þvermál stofns í brjósthæð (D),
sem er 1,3 m fyrir ofan felliskurð. Má þá mjög einfaldað segja að rúmmál trés sé rúmmál
ímyndaðs sívalnings með hæð trésins (H) og grunnfleti þess í brjósthæð (G), margfaldað með
formtölu (F), eins og sjá má frá eftirfarandi jöfnu:
V = G x H x F
Með grunnfleti er átt við flatarmál þvermálssniðs í brjósthæð og með formtölu er átt við
hlutfallið milli raunverulegs bolviðar-rúmmáls og rúmmáli hins ímyndaða sívainings. Að
jafnaði er formtalan á bilinu 0,4-0,5.
Bútamœlingar
Raunverulegt bolviðarrúmmál trés má finna með svo kölluðum bútamælingum (section cub-
ing). Þar er tré fellt og greinar og toppar fjarlægðir, þannig að stofninn einn er eftir. Eins og
kunnugt er mjókkar stofninn frá rót að toppi og er hægt að kalla það mjónun (diameter fall),
en mjónunin getur verið miskröpp upp eftir stofninum. Hugmyndin er að „deila“ stofninum
upp í búta sem eru einn metri á lengd. Er þá gert ráð fyrir að mjónunin sé til þess að gera jöfn
á hverjum einstökum lengdarmetra. Með því að mæla þvermálið á miðju hvers búts má finna
rúmmál sívalnings sem er einn metri á lengd og með grunnflöt í miðju bútsins. Er þá gert ráð
fyrir að það sem vantar upp á á rúmmál sívalningsins fyrir ofan miðju jafnist út á því sem er
umfram rúmmál sívalnings fyrir neðan miðju. Rúmmál trésins er þá samanlagt rúmmál þeirra
búta sem liggja upp eftir trénu. í framkvæmd þýðir það að þvermál er mælt á hálfum lengdar-
metrum upp eftir trénu, þ.e. 0,5 m, 1,5 m, 2,5 m o.s.frv.
Rúmmálstöflur
Upplýsingar um rúmmál einhvers úrtaks trjáa með bútamælingum má síðar nota til þess að
reikna út rúmmálstöflur þar sem hægt er að finna rúmmál trés eftir hæð (H) og þvermáli þess
(D). Er þar ýmist gefið upp rúmmál yfir berki eða undir berki (over bark / under bark;
ob/ub), eftir því hvort rúmmál barkarins sé tekið með í reikninginn.
Viðarmagnsmœlingar í skógi
Þegar talað er um viðarmagn skógar er átt við samanlagt bolviðarrúmmál allra trjáa í skóg-
inum, eða allra trjáa sem ná einhverju lágmarksþvermáli í brjósthæð (5-7 cm). Eins og gefur
að skilja er erfitt og í raun vonlaust að ætla sér að mæla rúmmál allra trjáa í skóginum. Er því
nauðsynlegt að velja eitthvert úrval trjáa til mælinga og nota niðurstöðuna til að meta rúmmál