Ráðunautafundur - 15.02.1997, Síða 122
114
skógarins í heild. Slíkt úrtak er yfirleitt eitthvert hlutfall af flatarmáli skógarins, t.d. 5% sem
þýðir að fyrir hvern hektara skógai' þyrfti að mæla rúmmál trjáa á 500 m: reit, eða á fimrn
mælireitum upp á 100 m2 hvern (hringur með radíus 5,64 m), eða tíu mælireiti upp á 50 m2
hvern (hringur með radíus 3,99 m). Slíkt yrði eftir sem áður fyrirferðamikil mæling, þannig að
til einföldunai' er reint að finna meðalhæð, þéttleika (fjöldi trjáa á flatareiningu) og grunnflöt
mælireitsins og reikna rúmmál á flatareiningu út frá þeim upplýsingum. Meðalhæð má finna
með því að mæla hæð n-ta hvers trés á mælireitnum, þéttleikann með því að telja fjölda trjáa á
mælireitnum og grunnflöt má finna með því að mæla þvermál n-ta hvers trés eða nota
„relaskop", sem er spjald með rauf af ákveðinni breidd og liggur á enda keðju eða stangar af
ákveðinni lengd. Relaskop virkar þannig að horft er í heilan hring og öll tré talin sem fylla upp
í raufina. Fyrir 1 cm breiða rauf og 50 cm langa keðju jafngildir það að fjöldi trjáa sem talin er
er jafn grunnfleti í m2/ha.
Viðarvöxtur
Algengasta viðarvaxtareiningin er m3/ha/ár, þ.e. það rúmmál bolviðar sem á ári bætist við öll
tré sem standa á einum hektara skógar. Ennfremur er gerður greinarmunur á tveim viðar-
vaxtarbreytum: meðal ársviðarvöxtur, skammstafað MÁV (MAI = Mean Annual Increment),
er rúmmál alls bolviðar á einum hektara skógar deilt með aldri hans í árum og er þá yfirleitt átt
við aldur frá gróðursetningu; hlaupandi ársviðarvöxtur, skammstafað HÁV (CAI = Current
Annual Increment), er rúmmál alls bolviðar á einum hektara fyrir síðasta vaxtarár að frádregnu
rúmmáli alls bolviðar á sama hektara vaxtarárið á undan.
Hvað varðar sambandið á milli MÁV og HÁV hækkar HÁV hraðar í byrjun en MÁV,
uns við miðjan aldur skógarins að HÁV nær toppi sínum, byrjar að dala og fellur undir MÁV.
Er skurðpunktur kúrfana yfirleitt kallaður vaxtarlota skógarins, þ.e. þegar MÁV nær hámarki
sínu, en þá er talið hagkvæmast að fella skóginn og gróðursetja upp á nýtt.
TRIÁVÖXTUR Á ÍSLANDI
Hér á undan hafa grundvallaratriði trjá- og skógmælinga verið rædd og sagt frá gildi þeirra
fyrir nytjaskógrækt. Við höfum séð að framleiðsla skógarins er oftast mæld í teningsmetrum
viðar á hektara lands á einu ári (m3/ha/ár). En hvemig er trjávöxtur á íslandi og samræmist
hann kröfum sem eru lagðar á nytjaskógrækt í dag, sem sagt að meðalársviðarvöxtur (MÁV)
skóganna verði að vera a.m.k. 3 m3/ha/ár, ef ræktunin á að vera styrkhæf samkvæmt skóg-
ræktarlögum um nytjaskóga á bújörðum. Samkvæmt arðsemiskönnun sem var gerð á vegum