Ráðunautafundur - 15.02.1997, Qupperneq 123
115
Framtíðarkönnunar ríkisstjórnar 1987 (Einar Gunnarsson o.fl., 1987) virðist nytjaskógrækt
vera álitlegur kostur og miðað við forsendurnar notaðar þar, MÁV = 4 m3/ha/ár fyrir sitkagreni
yfir 100 ára lotu og 7 mVha/ár fyrir alaskaösp yfir 35 ára lotu, verða innri vextir fyrir skatta
2,23% fyrir greni og 2,72% fyrir ösp. Miðað við eðli fjárfestingarinnar og tímans sem líður
áður en tekjur fara að skapast er þetta talið viðunandi. Einnig er ljóst að frá náttúrulegum
birkiskógum fáum við einungis brot af þeim timburafurðum sem nútíma þjóðfélag þarf. Til að
fullnægja timburþörfum landsmanna verðum við að planta erlendum trjátegundum, sem
reynslan hefur sýnt okkur að geta vaxið hér.
Á síðasta áratug hefur áhugi fyrir nytjaskógrækt aukist mikið, einkum hjá ábúendum
lögbýla sem sjá skógrækt sem álitlega aukabúgrein. Hvergi í Evrópu er meiri þörf fyrir skóg-
rækt en á íslandi, þar sem nær allar timburafurðir verður að flytja inn og nær öllu skóglendi
hefur verið eytt. Enn sem komið er eru skógar á íslandi til takmarkaðra nytja, fyrst og fremst
fyrir jólatré, girðingarstaura, arinvið, trjákurl og lítilsháttar borðvið. Flestir skógareitir eru
ungir, innan við 40 ára gamlir. Hins vegar er skógarlota, þ.e. tíminn frá gróðursetningu til
lokahöggs, langur miðað við skógræktarskilyrði hér á landi, frá 35-100 ára. Enn vantar meiri
upplýsingar um vöxt skóganna áður en við getum ákveðið hagkvæmustu lengd vaxtarlotanna.
Þó að trjárækt hafi hafist fyrir 90 árum voru skógareitir af verulegri stærð ekki gróður-
settir fyrr en um 1955. Fáeinir smáreitir frá stríðsárunum eru til sem hafa gefið dýrmætar upp-
lýsingar um vaxtarferli trjáa, en hvergi er til mælireitur sem hefur vaxið heila lotu. Þannig
höfum við upplýsingar aðeins um fyrri hluta vaxtarskeiðsins og vantar upplýsingar um seinni
helminginn, einmitt tímann þegar trén eru konrin að fellingarstærð og skógurinn orðinn verð-
mætur.
Hœðarvöxtur
Sýnt hefur verið að það er góð fylgni á milli yfirhæðar (donrinant height) og „general yield
class“, þ.e. meðalframleiðslugetu (Hamilton og Christie, 1971). Þannig er hægt að bera
saman yfirhæð við ákveðinn aldur og flokka reitina í viðkomandi „general yield class“. Yfir-
hæð er talin vera ágætur mælikvarði á vaxtargetu skógarins, þar sem hún er óháð þéttleika
skógarins og einnig grisjun að mestu leyti (Braastad, 1975). Það var gott samræmi á milli
hæðar birkitrjáa í Hallormsstaðaskógi og gróðurhverfisins þar sem þau uxu (Haukur Ragnars-
son og Steindór Steindórsson, 1963). Hægt var að skipta svæði niður í gróskuflokka eftir hæð
birkitrjáa miðað við aldur þeirra í og eftir gróðurhverfum (Haukur Ragnarsson og Steindór
Steindórsson, ob.cit,). Góð fyigni var einnig á milli hæðarvaxtar ýmissa barrtrjáa og grósku-