Ráðunautafundur - 15.02.1997, Síða 124
116
flokkanna á rauðgreni í Eyjafirði (Þórarinn Benedikz, 1970) og lerki í Hallormsstaðaskógi
(Arnór Snorrason, 1987), a.m.k. innan svæðis með stöðugt veðurfar.
Það er almennt talið að yfirhæð endurspegli frjósemi jarðvegs og veðurfarslega þætti, en
á Islandi eru sumarhiti og vindur veigamest og geta haft veruleg áhrif á hæðarvöxt, eins og
sýnt var í könnunum á vexti stafafuru (Þorbergur H. Jónsson, 1982; Aðalsteinn Sigurgeirsson,
1988). Þar að auki virðist úrkoma (frekar úrkomuleysi) hafa áhrif á yfirhæð stafafuru (Aðal-
steinn Sigurgeirsson, ob.cit.) og gæti það skýrt að einhverju leyti lakari hæðarvöxt á Norður-
landi samanborið við sambærilega staði á Suðurlandi. Þannig var sterk fylgni á milli hæðar
lerkis og stafafuru og fjarlægðar frá hafi og hæðar yfir sjó (Þorbergur H. Jónsson, ob.c'u.\ Að-
alsteinn Sigurgeirsson, ob.cit.), en hæðarvöxtur trjáa minnkaði með nálægð sjávar og með
aukinni hæð yfir hafi.
Ofangreindar kannanir hafa gefið allgóða mynd af áætlaðri trjáhæð miðað við aldur frá
gróðursetningu víðsvegar um landið. Það gefur okkur líka möguleika á að tengja yfirhæð
saman við viðarvöxt þegar fleiri upplýsingar liggja fyrir hendi. Annar möguleiki er að bera
saman yfirhæð helstu tegunda sem notuð eru hér á landi í skógrækt við erlendar spátölur og
virðist það gefa allsæmilega nálgun (Aðalsteinn Sigurgeirsson, ob.cit.). Rannsóknir Christie
og Lines (1979) gefa til kynna að vaxtarhegðun stafafuru sé tiltölulega óháð uppruna eða
vaxtarstað en fari frekar eftir vaxtarskilyrðum. Þetta gefur okkur möguleika á að bera saman
hæðarvöxt hér á landi við tölur frá öðrum löndum. Þó ber að taka slíkum niðurstöðum með
fyrirvara og ekki líta á þær sem algilda reglu.
Viðantiagnsvöxtur
Viðarvaxtarmælingar hér á landi eru af tvenna toga: Fastir mælireitir; og Stikk-mælireitir.
Aðferðafræði fastra mælireita er byggð á kerfi með föstum mælireitum í gróðursetn-
ingum víða um land. Mælireitir eru lagðir út um svipað leyti og fyrsta grisjun fer fram, oftast
við 15-25 ára aldur, og fylgst er með vexti, grisjunarúrtaki og ýmsum öðrum atriðum (s.s. út-
liti, kali, sjúkdómum, skordýrum o.s.frv.) þangað til að reiturinn er að lokum felldur. Mæli-
reitirnir eru af stærðargráðunni frá 300-1000 m2 að flatarmáli, helst um 1000 m2, og eru öll tré
innan reitanna mæld með reglulegu millibili, t.d. á 5-10 ára fresti. Með þessu móti er hægt að
fylgjast með vexti trjáa yfir lotuna og búa til töflur um viðarframleiðslu trjátegundanna. Upp-
lýsingarnar er hægt að nota á ýmsan hátt, t.d. þar sem rúmmál allra felldra trjáa er mælt á
staðlaðan hátt fást nákvæmar tölur um viðarmagn trjáa af þekktum hæðum og þvermálum sem