Ráðunautafundur - 15.02.1997, Síða 125
117
má nota til að búa til rúmmálstöflur fyrir trjáboli og þar með einfalda útreikning á timburfram-
leiðslu í skóginum.
Ókostirnir við fasta mælireiti er að langur tími líður áður en haldbærar upplýsingar
liggja fyrir og þetta krefst mikils mannskaps ef veruiega umfangsmikil kerfi eru sett upp,
ásamt því að gróðursetningar verða að vera nægilega stórar svo að jaðaráhrifa gæti sem
minnst. Hingað til hefur verið skortur af nægilega stórum gróðursetningum af mælanlegum
aldri af þeim tegundum sem koma helst til greina í nytjaskógrækt. Þetta er óðum að breytast
núna þar sem gróðursetningarnar frá sjötta og sjöunda áratugnum eru að ná grisjunaraldri.
í dag hafa 20 fastir mælireitir verið lagðir út í gróðursetningum af 6 tegundum. Því
miður hafa flestir þeirra einungis verið mældir einu sinni eða tvisvar og gefa því mjög tak-
markaðar uppiýsingar. Elstu reitirnir tveir eru í lerki-gróðursetningu á Hallormsstað frá 1938-
1939, þ.e. í Guttormslundi. Mælingar frá Guttormslundi hafa verið birtar nokkrum sinnum og
gefa ítarlega mynd yfir þróun lerkis frá fyrstu grisjun við 15 ára aldur 1952-53 þangað til 1993
(Sigurður Blöndal, 1953; Þórarinn Benedikz, 1975 & 1996). Vöxturinn í Guttormslundi hefur
verið vonum framar og var kveikjan að skógræktaráætlun fyrir Fljótsdal (Baldur Þorsteinsson,
1968) og jafnvel áætlana sem hafa komið í kjölfar hennar. Eins og sést í 1. töflu, hefur meðal
ársviðarvöxtur (MÁV) Guttormslundarlerkisins verið yfir 7 m:i/ha/ár, þannig að við 54 ára
aldur er heildarviðarframleiðsla 415 rúmmetrar. Af því hafa ca 39% (160 nvVha) fallið til í
grisjunum. í dag standa rúmlega 250 m3 af viði á hektara; meðalhæð trjáa er yfir 15 m og
meðalþvermál 26 cm. Lauslega áætlað verður um 80% (að 15 cm toppþvermál) af standandi
viðarmagni nýtt sem borðviður, eða um 200 m3, sem er verðmætasta afurðin sem við fáum úr
skógum okkur.
Fastir mælireitir innan annarra tegunda sýna ekki eins mikinn vöxt og lerki. Þeir eru
yngri og eru mun styttra á leið komnir. Hins vegar ef við skoðum 2.-6. töflu sjáum við að
MÁV er á bilinu 4-6 m3/ha/ár. Jafnvel rauðgreni, sem er ekki lengur plantað sem timburtré hér
á landi (lítilsháttar fyrir jólatré), hefur vaxið 4 teningsmetra á ári, en stafafura og sitkagreni
vaxið 6 m3/ha/ár og ekki búin að ná hámarki enn. Sjöundi reiturinn er af alaskaösp og hefur
MÁV 8,1 m3/ha/ár, sem er ótrúlega hátt. Þessari tölu verður að taka með varúð þar sem
reiturinn er mjög lítill og engin jaðar er í kring. Þar að auki standa trén á afburðagóðum stað -
undir kletti á ræktaðu landi, sem veit á móti suðri og í góðu skjóli. Mælingar á sitkagreni í
þjóðgarðinum á Skaftafelli hafa sýnt framúrskarandi vöxt, 8 m3/ha/ár (Þorberger H. Jónsson,
1988), en stefnir á 10-12 m3/ha/ár hámarksvöxt samanborið við skoskar vaxtartöflur fyrir
greni. Þar eru mjög fá tré og reiturinn mjög lítill og jaðaráhrif mikil og verður að taka þessum