Ráðunautafundur - 15.02.1997, Page 126
118
tölum með varúð. En það er augljóst að sitkagreni á eftir að verða vaxtarmesta tegund á fs-
landi ef fer sem horfir.
Ofangreindar gróðursetningai' eru kannski á betra landi en við tökum undir skógrækt í
dag, innan um birkiskóg eða í kjarri og á sæmilega frjóum jarðvegi. Það gæti verið að
mælingarnar leiði til þess að við ofmetum vaxtarskilyrði hér á landi. Á móti þessu kemur að
gróðursett er á stærra svæði í dag og sköpun nýs skógarumhverfis bætir vaxtarskilyrði þeirra
tegunda sem þar vaxa miðað við litla reiti á berangri.
Stikk-mœlireitir
Ein leið til að brúa bilið í þekkingaröflun okkur um vaxtargetu skógartrjáa er að gera úttekt á
vexti með stuttu millibili, samskonar könnun og var gerð á lerki og stafafuru (Arnór Snorra-
son, Z.c.; Aðalsteinn Sigurgeirsson, Z.c.). í slíkum könnunum yrðu lagðir út stikk-mælifletir
sem eru smærri, 100-200 m2 að stærð, og forðast þann kostnað sem fylgir að merkja öll trén
með varanlegu merki. Mælireitirnir yrðu hringlagaðir og ef ætlunin er að mæla aftur á sama
stað má merkja miðpunktin með varanlegum staur. Með þessu móti er hægt að komast yfir
fleiri mælingar og bæta upp fyrir ónákvæmnina sem fylgir litlum mælireit.
Slík könnun var gerð nýlega á sitkagrenigróðursetningum í Skorradal og Haukadal
(Gunnar Freysteinsson, 1995). Vöxtur grenis var reiknaður út með breskum rúmmálstöflum
(Tariff tables) og niðurstöðurnar bornar saman við norskar tölur. Aldur trjáreita var 38-52 ár
frá sáningu og hægt var að skipta reitum niður í þrjá gróskuflokka (bonitetsklasser) miðað við
norska reynslu, en þar er yfirhæð við 40 ára aldur (25 ára aldur í brjósthæð) notuð. Fram að 40
ára aldri var yfirhæð íslenskra og norskra trjáa mjög svipuð, en eftir það fór að draga sundur
milli þeirra, þannig að norsk tré, einkum í betri gróskuflokkum, urðu hærri en Islendingamir.
Munurinn var mestur í besta flokki, eða 2 metrar í yfirhæð við 50 ára aldur, en 1 metri í mið-
flokki. Hins vegar var engin munur á trjám í lakasta flokknum kominn fram við 50 ára aldur.
Þetta skýrist aðallega af meira roki (uppgufun), meiri toppskemmdum og styttri vaxtartíma hér
á landi. Árlegur meðalviðarvöxtur (MÁV) sitkagrenis í þessum tveimur skógum var frá 2-6,6
nr/ha/ár, og ólíklegt að hámarks vaxtaraukningu sé enn náð. Könnun Aðalsteins Sigurgeirs-
sonar á stafafuru (1988) tók líka tillit til viðarmagnsvaxtar. Efniviðurinn hans var mun yngri,
en niðurstöðurnar gáfu til kynna að á skjólgóðum stöðum í innsveitum megi búast við meira
en 3 m3/ha/ári yfir lotuna á meðalgóðum jarðvegi (bláberjalyng).
Að lokum má segja að samkvæmt könnun Hauks Ragnarssonar á skilyrðum til skóg-
ræktar á íslandi (1986) eru um 3400 km2 (340.000 ha) hentugir til nytjaskógræktar, þ.e.a.s. þar