Ráðunautafundur - 15.02.1997, Page 130
122
RÁÐUNAUTAFUNDUR 1997
Vandamál í nýskógrækt á berangri
Ámi Bragason
Rannsóknastöð Skógrœktar ríkisins
INNGANGUR
Á undanförnum árum hefur skógrækt hér á landi færst æ meir í hendur bænda og ber þar hæst
nytjaskógrækt á bújörðum, sem nú er stunduð á um 130 jörðum. Flestar eru jarðirnar á
Fljótsdalshéraði, því næst í Eyjafirði og þá á Suðurlandi. Áhugi bænda er mikill, en fjármagn
takmarkar fjölda og umfang. Þá er einnig fyrirsjáanlegt að lífræn ræktun mun í framtíðinni
verða vaxtarbroddur í íslenskum landbúnaði. Öflugt kerfi skjólbelta er ein af forsendum slíks
landbúnaðar, ekki hvað síst hér á landi, þar sem hiti og vindur eru takmarkandi þættir í vexti
gróðurs og búfjár.
Skógrækt hér á landi hefur einkum verið bundin við skjólgóð svæði. Nú blasir hins
vegar við að mjög stór hluti þeirra svæða sem tekin verða til skógræktar á næstu árum er
nánast berangur. Þetta á m.a. við um svæði Suðurlandsskóga. Reynslan hefur sýnt að á þessum
svæðum eru fyrstu árin eftir útplöntun erfið. Efla þarf rannsóknastarf sem tekur á þeim fjöl-
þættu vandamálum sem varða skógrækt á berangri. Svara þarf tveimur meginspumingum:
Hvaða undirbúningi á að beital Hvaða efnivið á að nota?
RÆKTUN Á BERANGRI
Á fyrstu áratugum skógræktar voru nytjategundir eingöngu gróðursettar í birkiskóg, enda gaf
það góða raun. Birkið, sem er frumherjategund, skapar skjól og skógarjarðveg, enda er það oft
nefnt fóstra skógarins. Fyrst var farið að gróðursetja utan birkiskóganna á ámnum í kringum
1950 með misjöfnum árangri, en verulega góður árangur náðist í gróðursetningu lerkis í
nágrenni Hallormsstaðaskógar um og eftir 1965 (Sigurður Blöndal, 1995). Lerkið hefur reynst
frábær frumherji á Héraði og hefur þar breytt örfoka landi í algróið land á innan við 30 árum
(Úlfur Óskarsson, 1984; Sigrún Sigurjónsdóttir, 1996). Verulega hefur þó skort á reglulegt
mat á árangri gróðursetninga fyrr á árum á Héraði, en úr því hefur verið bætt með skipulegum
úttektarreitum (Rúnar ísleifsson, óbirt gögn). Mat á gróðursetningum á Héraði sýnir að afföll