Ráðunautafundur - 15.02.1997, Síða 131
123
lerkis í einstaka gróðurlendum hefur verið nokkurt af völdum ranabjalla (Guðmundur Hall-
dórs’son, 1994).
Arið 1987 gerði Skógrækt ríkisins samning um 662 ha úr landi jarðarinnar Mosfells í
Grímsnesi. Þar skyldi rækta nytjaskóg og fyrirmyndin var ræktun á Héraði. Úttekt á árangri
gróðursetninga frá árinu 1993 á þurrlendi í Mosfelli (Aðalsteinn Sigurgeirsson, óbirt gögn)
sýndi allt annað en viðunandi árangur, afföll af lerki voru mjög mikil og afföll af furu voru
einnig of mikil. Svipað kom fram í úttektum á landgræðsluskógum varðandi lerki í Seldal við
Hafnarfjörð (Ása L. Aradóttir og Járngerður Grétarsdóttir, 1995). Þegar ástæður affalla voru
metin virtist margt koma til, en helst þó frostlyfting, þornun og nag ranabjöllu (Aðalsteinn
Sigurgeirsson, óbirt gögn; Guðmundur Halldórsson, óbirt gögn).
Ræktun skóga á framræstu mýrlendi hefur nokkuð verið stunduð á Suðurlandi á undan-
förnum árum og gengið mun betur en ræktun á þurrlendinu. Ræktunin hefur mest verið
stunduð á svæðum sem ræst voru fram fyrir 2-3 áratugum. Því hefur oft verið forsenda ár-
angurs að bæta framræsluna (Árni Bragason, 1994). Nauðsynleg forsenda er einnig plæging
og hafa bændur í Biskupstungum verið í fararbroddi í þessari ræktun, samanber Þorfmns-
plóginn, sem Þorfinnur bóndi á Spóastöðum hannaði. Alaskaösp er plantað í plógstrenginn
eða stungið sem órættum græðlingum í aðra hvora röð, og henni er ætlað að mynda skjól fyrir
verðmætari tegundir eins og sitkagreni sem plantað er síðar. Góðan árangur ræktunar á skjól-
lausu framræstu mýrlendi má víða sjá, nægir þar að nefna Tumastaði í Fljótshlíð.
JARÐVINNSLA
Mosavaxið land með strjálum grösum og blómjurtum einkennir stóran hluta lands Mosfells í
Grímsnesi og reyndar er slíkt gróðurlendi að finna á þúsundum hektara á Suðurlandi. Ef
gróðursett er í slíkt land óhreyft, án áburðar, eru yfirgnæfandi líkur á að plantan drepist, jarð-
vinnsla er nauðsynleg (Guðmundur Halldórsson, 1994; Aðalsteinn Sigurgeirsson, Ása L. Ara-
dóttir, Guðmundur Halldórsson og Sigvaldi Ásgeirsson, óbirt gögn). Líkur eru á að ein aðal-
ástæða affallanna sé að plantan byrji vöxt á vorin áður en klaki er farinn úr jörðu og þá þorni
plantan og drepist.
Árið 1989 var lögð út tilraun í landi Mosfells í Grímsnesi þar sem bomar voru saman
mismunandi jarðvinnsluaðferðir fyrir stafafurugróðursetningu. Fyrstu niðurstöður mælinga
benda til þessa að öll jarðvinnsla hafi jákvæð áhrif á vöxt, en afföll eru mjög mismikil. Sú að-
ferð sem mest hefur verið notuð á undanfömum ámm við undirbúning skógræktar, svonefnd
TTS-herfing, kom í heildina best út (Sigvaldi Ásgeirsson, óbirt gögn).