Ráðunautafundur - 15.02.1997, Qupperneq 132
124
Þegar gróður- og mosahulunni er flett af með jarðvinnslu er reynt að gróðursetja þar sem
einhver rótarbinding er í jarðveginum, en þetta er yfirleitt erfitt því skammt er á milli þess
staðar þar sem gróður getur vaxið yfir trjáplöntuna og þess staðar þar sem frostlyfting er
vandamál. Val á gróðursetningastað í plógrásir eða herfingu er mikið nákvæmnisverk og virð-
ist oft bregðast.
ÁBURÐUR
Búfjáráburður hefur lengi verið notaður í skógrækt á Islandi og hefur gefið mjög góða raun, en
vinnan er mjög mikil og minnkar afköst við útplöntun verulega. Gróðursetningar með búfjár-
áburði hafa á erfiðustu svæðum, eins og á heiðunum austan Reykjavíkur, verið það eina sem
ekki hefur orðið fyrir verulegum afföllum (Ingileif Steinunn Kristjánsdóttir, 1995). Tilraunir
með tilbúinn áburð í skógrækt eru af skornum skammti, en rétt notkun hans gefur mjög góða
raun, en trjátegundimar eru mjög misnæmar fyrir stórum áburðarskömmtum (Aðalsteinn Sig-
urgeirsson, óbirt gögn). Reynslan af tilbúnum áburði hefur verið misjöfn og dæmi eru um að
afföll hafi aukist þar sem hann hefur verið notaður (Ása L. Aradóttir og Sigurður H. Magnús-
son, 1992). Hæfileg áburðarnotkun eykur mjög þrótt plantnanna (Ása L. Aradóttir og Járn-
gerður Grétarsdóttir, 1995; Jón Guðmundsson, 1995). Þær tilraunir sem gerðar hafa verið með
torleystan, tilbúinn áburð, þ.e. áburð sem er að losa áburðarefnin á mörgum mánuðum, jafnvel
árum, gefa mjög jákvæðar niðurstöður, sérstaklega á birki (Jón Guðmundsson, 1995; Hreinn
Óskarsson, óbirt gögn).
SKJÓLBELTARÆKT
Tilraunaverkefni sem hafa það að markmiði að leita að réttum tegundunum, klónum og tækni
við skjólbeltagerð hafa verið lögð út á vegum Rannsóknastöðvar Skógræktar ríkisins (RSr) á
undanförnum árum. Áherslan hefur verið á víðitegundir og alaskaösp í þessum tilraunum og
hafa þær flestar verið unnar í samstarfi við bændur eða bæjarfélög, sem hafa séð um jarð-
vinnslu og friðun, en RSr um skipulag og plöntur. í tilraunum þessum hefur verið fléttað
saman prófunum á klónum, mismunandi jarðvegsundirbúningi og mismunandi þakningum,
s.s. skít, rúlluheyi og plasti. Fjölmargar vísbendingar eru um nýja góða klóna, en reynslan af
klónatilraunum sem lagðar voru út í Austur-Landeyjum 1988 hefur sýnt okkur að þörf er á
nokkrum vor- og haustkalsárum áður en skýrar niðurstöður fást. Þær niðurstöður sem fram
hafa komið í tilraununum (Aðalsteinn Sigurgeirsson og Sigvaldi Ásgeirsson, óbirt gögn),
benda ekki á aðrar aðferðir en þær sem nú er helst mælt með í skjólbeltarækt. Leiðbeiningar í