Ráðunautafundur - 15.02.1997, Page 136
128
að nota 150-250 kg/ha. Margir bændur koma gróðri af stað í melum með húsdýraáburði, sem
gefst vel, og er ástæða til að hvetja til aukinnar notkunar lífræns áburðar til uppgræðslu.
Við sáningu er æskilegast að sá sem íyrst að vori, eða þá að hausti sem gefst vel, t.d.
víða á Norðurlandi. Misjafnt er hins vegar hvenær borið er á ef ekki er um sáningu að ræða.
Algengt er þó að bændur dreifí um mitt sumar, jafnvel um og upp úr miðjum júlí. Þá fá þeir
kjarnann í haustbeitina og góða vorbeit.
Margfaldur ávinningur
En hvaða ávinningur er af því að styrkja bændur til að græða upp land? Avinningurinn er
mikill, hvernig sem á málið er litið, bæði fyrir bændur og þjóðina í heild.
Gagnvart Landgræðslunni þá skilar verkefnið margföldu því sem hún á beinan hátt gæti
unnið að með sama íjármagni. í fyrsta lagi vegna mótframlaga bænda, sem leggja til vinnu og
hluta áburðarins. í öðru lagi sýnir reynslan að í sveitum þar sem unnið er í samstarfi við
Landgræðsluna að uppgræðslu eykst áhuginn til muna, og því leggja bændur oft af mörkum
meira en nemur skilyrtum mótframlögum. Þar er einkurn um að ræða uppgræðslu með
lífrænum áburði sem er kjörinn til landgræðslu. í þriðja lagi vegna þess að með auknu
beitilandi heima fyrir þá eykst svigrúm til þess að stjórna beit. Fé sækir í áboma landið á vorin
og álag á annan gróður minnkar á viðkvæmasta tímanum. Einnig er unnt að stytta beitartíma í
afréttum. Margföldunaráhrifin með tilliti til gróðurvemdar og sjálfgræðslu annars lands eru
því mjög mikil. Auk þessa stuðlar verkefnið að góðri samvinnu Landgræðslunnar og bænda.
Bændur hafa þau tæki og þá grunnþekkingu sem þarf til að stunda uppgræðslustörf. Það
skapast einnig mikil reynsla þegar svo margir aðilar stunda uppgræðslu á mismunandi
svæðum, margar hugmyndir kvikna og mikil þekking og reynsla verður til. Að sumu leyti má
segja að um öflugan rannsókna- og þróunarvettvang sé að ræða, þótt ekki sé með formlegum
hætti. Landgræðslan kappkostar að miðla þessari þekkingu, en æskilegt er að nýta mun betur
rannsóknamátt grasrótarinnar.
Avinningur landbúnaðarins
Gagnvart landbúnaðinum þá er verið að bæta ásýnd lands, sem skiptir sívaxandi máli sem
liður í mótun jákvæðrar ímyndar fyrir bændastéttina. Víða um land er uppgræðsla rnela,
flagmóa og rofabarða einnig forsenda þess að framleiðsla geti talist vistvæn, eins og síðar
verður vikið að.