Ráðunautafundur - 15.02.1997, Page 138
130
jafngóðu eða betra ástandi til næstu kynslóðar. f þessu felst í raun siðfræði ráðsmennsku, og
þetta er það markmið sem íslenskur landbúnaður á að keppa að. Öll framleiðslan, hver sem
hún er, verður að vera vistvæn. En hvar stöndum við?
Vistvæn framleiðsla
Vaxandi markaður er fyrir búvöru sem er framleidd undir formerkjum hreinleika, hollustu og
umhverfisverndar. Undir slíkar væntingar skal heilshugar tekið og sjónarmið vistvænnar fram-
leiðslu og landgræðslu og gróðurverndar geta farið mjög vel saman. Sá skilningur virðist hins
vegar ekki enn almennur að vistvænn, eða vistrænn, getur landbúnaður ekki talist nema tryggt
sé að hann sé stundaður í sátt við landið.
Orðið vistkerfi hefur öðlast fastann sess í íslensku máli. Það hefur beina skírskotun til
verndunar vistkerfa og öll önnur notkun er óviðeigandi. Sama gildir um allar afleiður þess, þar
á meðal hugtökin vistvænt og vistrænt. Þar verður landbúnaðurinn að gæta sín betur því
misnotkun þessara hugtaka er algeng. Mætti nefna mörg dæmi þar um.
í umræðunni hefur mikil fækkun fjár á undanförnum árum verið notuð sem röksemd
fyrir vistvænni skilgreiningu. Slíkt er mjög vand með farið og hljómar í eyrum margra sem
marklaust orðagjálfur því tengslin þarna á milli eru ekki sjálfgefin. Það er ástand landsins, og
landbætur þar sem þörf er á, sem er mælikvarðinn.
Lífrœn framleiðsla
Stefnt er að því að innan tíðar geti allnokkur hluti landbúnaðarframleiðslunnar fengið vottun
sem lífrænn, og er það vel. Það þarf samt að hafa hugfast að þau vandamál sem þarf að leysa
hér á landi til að landbúnaður uppfylli kröfur um lífræna, jafnt sem vistvæna, framleiðslu eru
gerólík því sem við er að fást í okkar helstu samanburðarlöndum. Hér er næringarsnauður
jarðvegur vandamál og áburðarútskolun nánast óþekkt fyrirbæri. í Norður-Evrópu, sem við
berum okkur helst saman við, er áburðarmengun hins vegar grafalvarlegt vandamál. Ræktun
belgjurta er lítið sem ekkert stunduð hér á landi. Erlendis eru þessar náttúrulegu áburðar-
verksmiðjur ræktaðar í stórum stíl.
Forsendur lífrænnar ræktunar - eins og hún er skilgreind - í stórum stíl verða að vera
fullkomlega ljósar. Einnig verður að vera tryggt að lífræn ræktun verndi og bæti landkosti,
sem er að sjálfsögðu markmið slíkrar ræktunar, en snúist ekki upp í rányrkju lands ef hörgull
er á lífrænum áburðarefnum. Hún verður að vera vistvæn.