Ráðunautafundur - 15.02.1997, Page 139
131
Landkostir og vistvæn vottun
Markmið vistvænnar framleiðslu gera gífurlegar kröfur til umhverfisverndar. Samhliða nýt-
ingu verður að vernda vistkerfi og/eða bæta illa farið land. Beitilandi má í grófum dráttum
skipta upp í þrjá flokka:
1. Land í góðu ástandi er víða að finna. Notkun vistvænna hugtaka um framleiðslu af
slíku landi er litlum vandkvæðum bundin.
2. Nýting beitilands þar sem á sér stað alvarlegt jarðvegsrof getur hvorki talist lífræn né
vistvæn. Sama gildir um beit á illa förnu landi ef hún hamlar gegn nauðsynlegum
framförum jarðvegs, gróðurs eða annarra þátta heilbrigðra vistkerfa. Ljóst er að á
mörgum svæðum þar sem bændur líta vonaraugum til markaðssetningar á vistvænt
eða lífrænt vottuðum afurðum stenst ástand lands engan veginn kröfur sem gerðar eru
til slíkrar framleiðslu.
3. Land sem er illa farið, en auðvelt að bæta. Með því að stunda uppgræðslu eða aðrar
gróðurbætur á slíku landi, þannig að það batni samhliða beitinni, er auðvelt að gera
framleiðsluna vistvæna.
Það er mjög brýnt að rétt sé farið með hugtök um þessi mál því útflutningur á t.d.
dilkakjöti sem vistvænni afurð yrði fyrir óbætanlegu bakslagi ef sýnt þætti að framleiðslan
stæðist ekki kröfur um ástand lands. Slíkt myndu umhverfissinnar ekki sætta sig við, hvorki
hér heima né erlendis. Þetta á ekki síst við í Ijósi vaxandi umræðu um jarðvegseyðingu í
heiminum, sem er einhver mesta ógn sem steðjar að mannkyni.
ÁSTAND LANDSINS
Einn þáttur stefnumótunar í landgræðslu er að marka framtíðarsýn um æskilegt ástand
gróðurs, jarðvegs og annarra þátta vistkerfa landsins.
Jarðvegseyðing, eða jarðvegsrof, hefur leikið ísland grátt í aldanna rás. Þótt vandinn sé
augljós hafa hingað til ekki verið til tölulegar upplýsingar um umfang hans. Úr því er nú að
rætast með úrvinnslu heildarútektar á jarðvegsrofi í landinu öllu. Niðurstöðurnar eru dökkar.
Rofkortin leiða m.a. í ljós að á um 40% landsins er ýmist talsvert, mikið eða mjög mikið
jarðvegsrof, sem gefur íslandi algera sérstöðu miðað við Vesturlönd.
Að viðbættum upplýsingum sem gróðurkort og aðrar rannsóknir á gróðurfari landsins
veita er ljóst að víða er ástand jarðvegs og gróðurs í hróplegu ósamræmi við gróðurfars-
skilyrði. Þetta eru ógnvekjandi upplýsingar með hliðsjón af því hve búsetuskilyrði í landinu
eru háð ástandi gróðurs og jarðvegs.
Rofkort,. gróðurkort og aðrar rannsóknir sem tengjast vistkerfunum auðvelda mjög
skipulag landbúnaðarins með tilliti til markmiða um vistvæna framleiðslu. Hluti verst farna
landsins (rofflokkar 4 og 5) eru auðnir og önnur stór svæði sem eru lítið nýtt og auðvelt er að
friða, eða eru jafnvel þegar friðuð. Á öðrum svæðum er auðvelt að bæta land með markvissum