Ráðunautafundur - 15.02.1997, Page 140
132
uppgræðsIuÍTamkvæmdum, einkum í heimalöndum bænda. Þar væri umhverfistengdur stuðn-
ingur afar æskilegur. Víða dugir að bæta skipulag beitar, en þau svæði eru jafnframt afar stór
sem ekki eru hæf til vistvænnar framleiðslu vegna ástands jarðvegs og gróðurs.
Vaxandi umhverfisumræðu fylgir að æ fleiri láta sig varða ástand landsins okkar.
Sjónarmiðin eru rnörg. Gróðurfar og stjórn landnýtingar þarf m.a. að miðast við jarðvegs-
vernd, skjól, stöðvun skafrennings, útivist, vatnsmiðlun og beit, svo aðeins fátt eitt sé nefnt.
Erfitt getur orðið að samræma þessi sjónarmið, en mikilvægt er fyrir landbúnaðinn að hann
nái að koma til móts við sem flest þeirra.
SIÐFERÐILEG ÁLITAMÁL
Markmið um sjálfbæra þróun, eða búskap í sátt við landið, fela í sér mörg siðferðileg álitamál
sem vert er að gefa gaum. Þau snerta ekki aðeins landbúnaðinn heldur þjóðina alla. Brýnt er að
landbúnaðurinn móti sér skýra og víðtæka stefnu um umhverfismál. Hér skulu tekin örfá
dærni - með siðfræðilegu ívafi - um sjónarmið eða spurningar sem fá þarf svör við:
Þjóðin hefur skilgreint gróður- og jarðvegseyðingu sem sinn alvarlegasta umhverfis- ■
vanda. Samt sem áður er afar litlu fjármagni varið til landbóta og til að stöðva eyðingu.
Á hvaða stigi er skilningur á siðferðilegri skyldu okkar til að byggja upp Qölbreytt og
aðlaðandi vistkerfí sem miðar að því að gera landið betra til búsetu fyrir þjóðina í heild?
Ber okkur ekki siðferðileg skylda til að bæta landkosti til að tryggja möguleika á
aukinni matvælaframleiðslu þegar þörf krefur? Það gæti orðið fyrr en varir. Hnignun
landkosta í aldanna rás hefur leitt til gífurlegs kostnaðarauka fyrir íslenskan landbúnað,
og þar af leiðandi þjóðfélagið í heild. Skyldur okkar til að bæta landið eru sameiginlegar
en varða ekki landbúnaðinn einan.
Stuðningur ríkisvaldsins við íslenskan landbúnað býður upp á mikla möguleika til að
hafa áhrif á landnýtingu og verndun lands. Hver er hinn siðferðilegi réttur almennings til
þess að opinber stuðningur við landbúnað sé háður verndun þess lands sem verið er að
nýta?
Sjálfbær landnýting er eitt af markmiðum þjóðarinnar og þorri bænda er vel með-
vitaður um ábyrgð sína. En - þar sem jarðvegseyðing herjar er búfjárbeit beinn orsaka-
valdur í eyðingunni. Hver er réttur búfjáreigenda til að nýta land sem er að eyðast? Hver
er réttur samfélagsins til verndunar? Hverjar eru skyldur okkar til að friða eyðingarsvæði
fyrir búfjárbeit þar sem þörf krefur?
Á hvaða stigi er siðfræði ráðsmennsku, þar sem nýtingaraðili ber ábyrgð á ástandi
lands? Hverjar eru skyldur hans til að koma í veg fyrir hnignun landkosta. Er ofbeit af
völdum hrossa, öðru nafni rányrkja lands, vandamál stjórnvalda, eða þeirra sem landið
nýta?
Ábyrgð eigenda á búfénaði sínum er ein helsta forsenda siðfræði ráðsmennsku. Er
það sjálfsagður réttur búfjáreigenda að beita á granna sína? Er það grannans að verja sig
gegn ágangi? Hvers er ábyrgðin þegar keyrt er á hross sem hlaupa fyrir bíl á dimmum
haustdegi?