Ráðunautafundur - 15.02.1997, Síða 151
143
RÁÐUN AUT AFUNDUR 1997
Öndun grasa undir svellum
Bjarni E. Guðleifsson
Rannsóknastofiiun landbúnaðarins, Möðruvöllum
INNGANGUR
Grös og annar fjölær gróður verður fyrir ýmiskonar álagi að vetri til. Auðvitað skiptir megin-
máli hvort gróðurinn þolir álagið eða ekki, en hann getur annaðhvort skemmst eða drepist al-
veg. Álagið er margskonar og afleiðingar álagsskemmdanna eru nefndar kal. Má skipta
þessum skemmdum eftir orsökunum (álaginu) í frostkal, rotkal, svellkal, flóðkal, þurrkkal,
klakakal og gerlakal. Vetrarþoli plantnanna má svo skipta í frostþol, rotþol, svellþol, flóðþol,
þurrkþol, klakaþol og gerlaþol. Yfirleitt fylgist mismunadi þol að, þannig að planta sem þolir
vel eitt álag er einnig þolin gegn öðru (Bjai'ni E. Guðleifsson og Arild Larsen, 1992), en á
þessu eru þó undantekningar.
Þriðja hvert ár á fyrstu þremur fjórðungum þessarar aldar urðu kalskemmdir í túnum á
íslandi, og oft var rýrnun heyfengs tilfinnanleg og þar af leiðandi fjárhagstjón (Bjai'ni E. Guð-
leifsson, 1973). Talið er að svellkal sé algengasta kalskemmdin í lággróðri á íslandi (Bjarni E.
Guðleifsson, 1975). Þetta leiðir af úthafsloftslaginu þar sem hlákur að vetri bræða snjó sem
hleypur í svell sem geta legið lengi yfir túnunum. Þessar aðstæður skapast einnig stundum í
strandhéruðum beggja megin Atlantshafsins, í Norður-Noregi og Kanada og einnig í norður-
hluta Japans. Stundum verður þó svellkal sunnar, eða lengra inn til landsins, en það er þó
sjaldnar og heyrir frekar til undantekninga. Svellkal verður einkum eftir úrkomusamt og kalt
haust þar sem jörð frýs og snjór safnast fyrir, sem bráðnar síðan í hlákum að vetri og frýs í
svell, sem liggja lengi frameftir á köldum vorum (Bjarni E. Gudleifsson og Arild Larsen,
1993). Yfirleitt fer frostið undir svellunum ekki mjög langt undir frostmarkið, en grösin
drepast eftir styttri svellatíma eftir því sem hitastigið er lægra. Sem þumalfmgurregla hefur
verið sagt að venjuleg íslensk túngrös þurfi að vera í um þrjá mánuði undir svellum svo þau
drepist (Bjarni E. Guðleifsson, 1977). Grösin eru samt þolnust framan af vetri, en fara að
missa þol þegar líður á, þannig að styttri svellatími gæti nægt seint að vetri.
Ekki er fulljóst hvernig dauða plantnanna ber að þegar þau kelur við svellkal. Helst
hefur þetta verið rannsakað hjá vetrarkorni (Andrews og Pomeroy, 1989), en reiknað er með