Ráðunautafundur - 15.02.1997, Page 152
144
að þær niðurstöður gildi einnig um túngrösin. Stundum var talið að svellin væru beinn skað-
valdur, að frostþenslan og ísnálarnar þi-ýstu á og skæru gróðurinn og deyddu hann þannig
(Sturla Friðriksson, 1954; Levitt, 1980). Plöntur lifa ágætlega undir svellum ef lofti er dælt til
þeirra, þannig að þetta er nú ekki talin aðalorsök svellkals, heldur bein köfnun undir þéttum
svellunum. Grösin eru lifandi og þurfa að anda að sér súrefni og gefa frá sér úrgangsefni svo
sem aðrai' lífverur. Til öndunarinnar nota þær orkuforðann, kolvetnin, sem þær söfnuðu að
sumri, og brjóta hann niður í koltvísýring og vatn. Að sönnu er öndunin mjög hæg vegna þess
að hitastigið að vetri er lágt. Lokist grösin algjörlega undir þéttum svellum ná þau ekki súrefni
og geta heldur ekki losað sig við koltvísýringinn eða önnur efnasambönd sem kunna að
myndast. Því verður öndunin loftfirrð, þannig að niðurbrot kolvetnanna verður ófullkomið og
auk koltvísýrings og vatns geta einnig myndast önnur efnasambönd. Þetta getur reynst plönt-
unum afdrifaríkt og leiðir oftast til dauða. Fyrst héldu menn að plöntufrumurnar dæju vegna
súrefnisskorts eða orkuskorts við þessa loftfirrðu öndun, en rannsóknir á vetrarkorni benda
helst til þess að úrgangsefni sem safnast fyrir í plöntunum undir svellunum valdi skemmdum á
frumuhimnum og eyðileggi jónaupptöku frumunnar, þannig að fruman deyi og síðan plantan
öll.
Rannsóknir á vetrarkorni sýna að þau efni sem safnast fyrir í plöntunum undir svellum
eru einkum koltvísýringur, etanól og mjólkursýra (Andrews og Pomeroy, 1979). Einnig hefur
eplasýrusöfnun stundum greinst í svelluðum plöntum (Andrews og Pomeroy, 1983).
Frumuhimnurnar eru byggðar upp af tvöfaldri lípíðsamloku með próteinsameindum á
víð og dreif, en þær sjá um virkan efnaflutning yfir himnuna. Talið er að úrgangsefnin undir
svellunum brjóti fyrst niður starfsemi próteinsameindanna í frumuhimnunni og hindri þannig
jónaupptöku frumunnar, og á síðari stigum skaðist einnig lípíðsamlokan, þannig að valdræpi
frumuhimnunnar skemmist. Þegar frumurnar, grunneiningar plöntunnar, drepast þá drepst
eðlilega einnig plantan.
í kalárum hafa menn hérlendis oft fundið sterkan sýrudaun leggja frá túnum þegar svell
leysir síðari hluta vetrar (Bjarni E. Guðleifsson, 1977). Þessi kal-lykt hefur yfirleitt verið talin
stafa frá sýrum sem myndast undir svellunum, annaðhvort frá grösunum eða öðrum lífverum
sem þar eru virkar.
Plöntutegundir hafa mismikið svellþol. Þannig eru flest túngrös sérlega svellþolin,
einkum snarrót og beringspuntur, en vetrarkorn og rauðsmári hins vegar ekki. Ekki er vitað
hvort rekja megi þennan mun til frumubyggingar eða lífefnafræðilegra eiginleika.
í kalárum hefur ljóslega komið fram að grös í fyrsta árs nýræktum lifa mun betur en grös
í eldri túnum (Bjarni E. Gudleifsson, 1975). Ekki er ljóst hvort þetta á rætur að rekja til þess