Ráðunautafundur - 15.02.1997, Side 153
145
að fræplöntur á fyrsta ári eru lífeðlisfræðilega frábrugðnar eldri plöntum, eða hvort opinn jarð-
vegur vegna nýlegrar jarðvinnslu veldur minna álagi í fyrst árs nýrækt.
Sem fyrr segir hafa rannsóknir á dauðaferli plantna undir svellum einkum verið gerðar á
vetrarkorni. Hér verða kynntar niðurstöður rannsókna á kalskemmdum hjá íslenskum grösum.
Megnið af þessum niðurstöðum hefur verið birtur á erlendum vettvangi (Bjarni E. Guðleifs-
son, 1994, 1997) og fela þær í sér (1) rannsókn á uppruna kal-lytar, (2) mælingar á efnasam-
böndum sem myndast við öndun hjá vallarfoxgrasi undir svellum, (3) samanburð á efnaferlum
fræplantna og eldri plantna af vallarfoxgrasi, og (4) samanburð á efnasöfnun nokkurra plöntu-
tegunda undir svellum.
EFNI OG AÐFERÐIR
Þann 8. mars 1993, þegar svell var að leysa af túnum á Möðruvöllum, voru tekin sýni af
leysingarvatni á þremur túnum. Einnig voru tekin sýni af nýföllnu snjóföli á tveimur stöðum,
sem hafði litast dökkbrúnt af svellum og vatni sem það hafði fallið á. Sýnin voru fryst og
geymd til efnagreiningar. í nokkrum tilvikum á árunum 1987-1995 voru tekin sýni af vökva,
bæði af túnum og plöntum sem svellaðar voru í frystikistu, og lághitabakteríur úr vökvanum
voru ræktaðar á æti og sendar til Bretlands til tegundagreiningar.
Áður en jörð fraus haustin 1991 til 1994 voru hnausar af mismunandi plöntutegundum
stungnir upp og settir í bakka. Aðallega var um að ræða fræplöntur af vallarfoxgrasi, sem sáð
var sumarið áður, en í sumum tilvikum einnig gamlar og þroskamiklar vallarfoxgrasplöntur úr
túnum sem höfðu verið áborin og slegin. Þessar gömlu plöntur voru um það bil fimm sinnum
þyngri en fræplönturnar (Bjarni E. Gudleifsson, 1997). Auk vallarfoxgrass voru líka sum árin
teknar fræplöntur af beringspunti, rauðsmára, vetrarrúgi, vetrarhveiti og vetrarbyggi. Bakk-
arnir stóðu úti, þannig að plönturnar hörðnuðu náttúrulega, og á mismunadi tímum að vetri
voru hnausarnir teknir inn, þíddir, og plönturnar dregnar úr moldinni, hún þvegin af rótunum,
og 5 eða 10 plöntur settar í 200 ml plastmál eftir að klippt hafði verið ofan af toppnum og
neðan af rótinni. Málin voru síðan fyllt með vatni, svo plönturnar voru á kafi, og sett í frysti-
kistu við -2°C, þannig að plönturnar voru inniluktar í svellklumpi. Eftir mislangan tíma voru
mál tekin út úr kistunni, þau þídd og sumum plöntunum plantað út og kalskemmdir metnar
eftir 3 vikur. Plöntur úr öðrum málum voru marðar í morteli í leysingarvatninu, og etanól- og
mjólkursýrumyndun mæld með ensymmælingu, sýrumyndun í vökvaskilju (HPLC) og koltví-
sýringsmyndun með rafskautamælingu. Endurtekningar (mál) voru 2-4.